Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 13:40 Lögreglan hefur netþrjótana til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“ Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“
Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira