Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 13:40 Lögreglan hefur netþrjótana til rannsóknar. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“ Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira
Landsbankinn gaf í morgun út aðvörun þess efnis að slík vefsíða væri opin og herjaði á viðskiptavini bankans. Síðan er fölsk innskráningarsíða fyrir netbanka Landsbankans og í einhverjum tilvikum hafi viðskiptavinir slegið inn notendanafn og lykilorð og þar með hafi netþrjótarnir verið komnir með þær upplýsingar. Í kjölfarið hafi fólk fengið beiðni frá svikurunum að auðkenna sig, meðal annars með því að gefa upp leyninúmer. „Búið er að gera skuggasíður, þær sem líta alveg eins út og síður Landsbankans en eru honum ótengdar. Síðan eru þær settar út í loftið og með smá klækjum er þeim komið þannig fyrir að þær koma fyrst ef þú ferð í gegn um leitarvélar,“ segir Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli vinnur að rannsóknum á netglæpum hjá lögreglunni. Hann segir málið stórmerkilegt og það fyrsta sem lögreglan sjái hér á svo háum tæknilegum stuðli. Fyrir vikið sé málið alvarlegt. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður.Vísir „Síðan er það gert á rauntíma að þegar notandi skráir sig inn þá er síða á raunverulegri síðu bankans opnuð og glæpamennirnir komast þannig inn á hinn raunverulega aðgang. Þar sem brotaþoli heldur að hann sé á réttri síðu,“ segir Gísli. „Glæpurinn er vel skipulagður og búið að gera greiðslunet líka. Þeir sem standa að baki honum eru búnir að kortleggja og undirbúa marga þætti, þar á meðal að læra inn á íslenska banka. Þetta er faglega gert og ég myndi halda að þetta sé skipulagður glæpahópur með mikla tæknigetu og þekkingu á netglæpum.“ Hér má sjá dæmi um eina af þeim síðum sem settar hafa verið upp til að líkjast heimasíðu Landsbankans.Facebook Hvetur fólk til að kæra Allt bendi til um að netþrjótarnir séu erlendir. Þá telji hann enga tilviljun að þrjótarnir velji júlímánuð til að herja á landsmenn, þar sem flestir þeirra sem hafi þekkingu á þessum málum séu í fríi. „Kerfi Landsbankans eru heil, það er þessi natni að ná að komast fremst á leitarvélum sem er það sem er snjallt í þessum glæp, síðurnar sjálfar eru hins vegar með brengluð lén: landsbankinn.com / auth.landsbanikinn.com,“ skrifar Gísli sem dæmi. „Það á að vera búið að loka á flesta enda veldur það okkur áhyggjum hvað þessi atlaga er vönduð og það þýðir að við erum með skipulagðan hóp sem er með háa tækniþekkingu sem er að miða á Ísland. Rannsókn er á frumstigi en við hvetjum fólk sem eru þolendur í þessari árás að koma og kæra.“
Netglæpir Íslenskir bankar Netöryggi Lögreglumál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Sjá meira