Stjórnarskrárbreyting veitir forseta Túnis nær alræðisvald Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 08:52 Kais Saied fagnar sigri með stuðningsfólki sínu. Getty Nýsamþykkt stjórnarskrárbreyting í Túnis veitir forseta landsins nær alræðisvald innan stjórnkerfisins. Margir óttast að landið sé að færast aftur til einræðis. Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi. Túnis Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira
Þjóðaratkvæðagriðslan var haldin í gær, nákvæmlega ári eftir að Saied sagði upp ríkisstjórinni og setti þingstörf í algjört uppnám. Samkvæmt niðurstöðum er um 95 prósent stuðningur innan landsins við stjórnarskrárbreytinguna. Útgönguspár voru kynntar í ríkisútvarpi landsins um klukkan tvö í nótt að staðartíma. Saied ávarpaði lýðinn í kjölfarið. „Nýtt skeið er hafið í sögu Túnis,“ er haft eftir Saied í frétt ríkisútvarpsins í Túnis. „Allir þeir sem hafa framið glæpi gegn landi okkar munu svara fyrir það,“ bætti forsetinn við án þess að nefna þá glæpamenn á nafn. Einungis um þriðjungur þeirra 9,3 milljóna kosningabærra manna nýttu atkvæðarétt sinn, en margir sniðgengu atkvæðagreiðsluna í mótmælaskyni. Þrátt fyrir það var kjörsókn nokkru meiri en búist var við og gefur því vísbendingu um að forsetinn njóti enn mikils persónufylgis. Kjörstjórn var þó sökuð um að falsa kosningatölur um leið og tölurnar voru birtar. Með nýjum stjórnarskrárákvæðum verður forsetinn æðsti yfirmaður hersins, sem gerir honum kleift að skipa ríkisstjórn án stuðnings meiri hluta þingsins. Að auki verður mun auðveldara fyrir forsetann að samþykkja ný lög einhliða. Í raun sé því ómögulegt að koma forsetanum af valdastóli með núverandi stjórnskipulagi, að sögn pólitískra andstæðinga þar í landi.
Túnis Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Sjá meira