Spánverjar rýmka reglur fyrir erlent verkafólk Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 11:09 Lagabreytingarnar munu rýmka fyrir erlendu verkafólki sem hefur búið á Spáni í tvö ár, stúdentum og auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk að utan. Getty/Niccolo Guasti Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi. Spánn Evrópusambandið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi.
Spánn Evrópusambandið Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira