Aldrei sé betra að vera í Reykjavík en þegar „fíflin eru farin til Eyja“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 25. júlí 2022 23:30 Ásgeir Guðmundsson, stjórnarmaður í Samtökum reykvískra skemmtistaða og yfirstríðnispúki Innipúkans. Í Vestmannaeyjum er allt að verða klárt en hátíðinni var aflýst árin 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn snýr ekki aftur í ár en aðrir aðilar taka við. Í Reykjavík verður Innipúkinn haldinn hátíðlegur og verður starfsfólk reykvískra skemmtistaða sent á námskeið til þess að bregðast við ofbeldi í skemmtanahaldi. „Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“ Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé mikil spenna í ungum sem öldnum, fólk er núna að keppast við að gera allt klárt, græja hvítu tjöldin og tjalda þeim núna á miðvikudag og fimmtudag, setja upp sparibrosið og mæta klár í dalinn. Það er mikil tilhlökkun, það er alveg klárt,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það er ekki uppselt enn sem komið er en Hörður bendir á að flöskuhálsinn sé einna helst samgöngur til Eyja. „Herjólfur ber bara ákveðinn fjölda í hverri ferð og það er svona það sem heldur þessu svona niðri hjá okkur. Það er ekki mikið af plássi eftir í Herjólfi um verslunarmannahelgina, en þó eitthvað og það er enn hægt að nálgast miða á Dalurinn.is,“ segir hann. Bleiki fíllinn hverfur á braut þetta árið en þess í stað verður hátíðin hluti af átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi á skemmtanalífinu. Það verður þó ýmislegt um að vera um verslunarmannahelgina en sem dæmi má nefna tónlistarhátíðina Innipúkann en hann á tuttugu ára afmæli í ár. Stjórnarmaður í Sambandi reykvískra skemmtistaða og stríðnispúki Innipúkans, Ásgeir Guðmundsson segir samtökin ætla að senda allt sitt starfsfólk á námskeið til þess að bregðast við mögulegu ofbeldi um helgina. Starfsfólk miðbæjarins sé þó öllu vant. Ásgeir segir undirbúning Innipúkans ganga vel og snúist aðallega um það að „glæða borgina lífi og gera hana skemmtilega fyrir þá sem að vilja frekar vera [í Reykjavík]heldur en að fara út á lönd með kannski öllum hinum sem ætla að liggja þar í mýrinni og drekka volgan bjór.“ Hann segist taka það á sig að stríða útihátíðunum, hann hafi reglulega sagt að „það sé aldrei betra að vera í Reykjavík heldur en akkúrat þessa helgi því að fíflin eru farin til Eyja.“
Þjóðhátíð í Eyjum Reykjavík Vestmannaeyjar Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira