Hringurinn á að líkjast bleikum ostrusvepp og vegur hann heil 340 grömm. Samkvæmt fréttatilkynningu á vef heimsmetabókar Guinness er hringurinn verðmetinn á 95 þúsund dollara eða tæpar þrettán milljónir króna.
Harshit Bansal átti metið áður en SWA Diamonds slógu það, en á hans hring voru 12.638 demantar. Demantafjöldinn er því tæplega tvöfaldaður í nýja heimsmetinu.
Hringurinn var gerður með því að hella gulli í 41 plastmót en hvert og eitt mót var gert til að líkjast útliti ostrusvepps. Demantarnir voru síðan settir ofan á gullið, einn í einu.