„Ætla rétt að vona að rauða spjaldið hafi verið rétt ákvörðun“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2022 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur með að fá ekki þrjú stig gegn FH í kvöld Vísir/Vilhelm FH og Breiðablik skildu jöfn í 14. umferð Bestu-deildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með hvernig hans menn spiluðu manni færri í tæplega 85 mínútur. „Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, úrslitastund Blika, dregið í Meistaradeild og Besta kvenna Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Amanda og félagar mæta Blikum Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Diljá og Karólína skoruðu báðar EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Sjá meira