Fyrirfram var búist við öruggum sigri Bandaríkjanna í karlaflokki 4x100 metra boðhlaups í nótt og Jamaíku í kvennaflokki. Enda höfðu Bandaríkjamenn sópað til sín verðlaunum í bæði 100 metra hlaupum mótsins og 200 metrum.
Það kom því á óvart þegar Kanadamenn komu fyrstir í mark gegn stjörnumprýddri sveit heimamanna en þar höfðu þriðju skipti Bandaríkjamanna með keflið töluvert að segja. Skipti Kanadamanna gengu vel og komu þeir fyrstir í mark, Bandaríkjamenn aðrir og Bretar þriðju.
Einnig urðu óvænt úrslit í kvennaflokki þar sem heimakonur frá Bandaríkjunum gerðu það sem karlarnir gátu ekki. Þær tóku gullið frá sveit Jamaíku sem fastlega var búist við að myndi sigra hlaupið. Þær jamaísku hlutu silfur og Þýskaland brons.