Eik kaupir Lambhaga á 4,2 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2022 07:46 Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi stofnaði Lambhaga árið 1979. Eftir söluna á ávexti ævistarfs síns ætlar hann að reisa sér hús og njóta lífsins. Vísir/Baldur Fasteignafélagið Eik er í þann mund að ganga frá kaupum á garðyrkjustöðvunum Lambhaga í Úlfarsárdal og Lundi í Mosfellsdal. Kaupverðið er áætlað 4,2 milljarðar króna. Fjallað er um kaupin í Bændablaðinu í dag en þar segir að ákvörðun endanlegs kaupverðs sé háð fyrirvörum, meðal annars um framkvæmd og niðurstöður áreiðanleikakannana, en að óbreyttu gæti heildarvirði hins selda í viðskiptunum numið allt að 4,23 milljörðum króna. Um er að ræða 11.944 fermetra gróðurhús í Úlfarsárdal í Reykjavík auk íbúðarhúsnæðis og 6.821 fermetra gróðurhúss að Lundi í Mosfellsdal og 14.300 fermetra byggingarheimildar. Hafberg Þórisson, sem stofnaði Lambhaga árið 1979 kveðst sáttur með söluna í samtali við Bændablaðið. „Þetta leggst vel í mig og ég held eftir skika af Lundi og ætla að reisa mér hús þar og njóta lífsins. Ég fylgi ekki með í kaupunum og ætla að láta öðrum eftir reksturinn og áframhaldandi uppbyggingu stöðvanna,“ er haft eftir honum. Kaupin falli vel að markmiðum stjórnvalda Þá segir forstjóri Eikar í samtali við Bændablaðið að til standi að leigja fasteignirnar út til rekstraraðila sem kemur til með að halda grænmetisframleiðslu áfram. Þannig verði reksturinn keyptur af þriðja manni. „Fjárfestingin býður upp á vænlega arðsemi auk stuðnings við íslenska matvælaframleiðslu. Það er mat okkar að matvælaframleiðsla sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi sökum fjölgunar íbúa og ferðamanna, auk þess sem viðskiptin falla vel að yfirlýstum markmiðum stjórnvalda, um að auka sjálfbærni og efla fæðuöryggi,“ hefur Bændablaðið eftir Garðari Hannesi Friðjónssyni, forstjóra Eikar. Garðyrkja Kaup og sala fyrirtækja Eik fasteignafélag Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fjallað er um kaupin í Bændablaðinu í dag en þar segir að ákvörðun endanlegs kaupverðs sé háð fyrirvörum, meðal annars um framkvæmd og niðurstöður áreiðanleikakannana, en að óbreyttu gæti heildarvirði hins selda í viðskiptunum numið allt að 4,23 milljörðum króna. Um er að ræða 11.944 fermetra gróðurhús í Úlfarsárdal í Reykjavík auk íbúðarhúsnæðis og 6.821 fermetra gróðurhúss að Lundi í Mosfellsdal og 14.300 fermetra byggingarheimildar. Hafberg Þórisson, sem stofnaði Lambhaga árið 1979 kveðst sáttur með söluna í samtali við Bændablaðið. „Þetta leggst vel í mig og ég held eftir skika af Lundi og ætla að reisa mér hús þar og njóta lífsins. Ég fylgi ekki með í kaupunum og ætla að láta öðrum eftir reksturinn og áframhaldandi uppbyggingu stöðvanna,“ er haft eftir honum. Kaupin falli vel að markmiðum stjórnvalda Þá segir forstjóri Eikar í samtali við Bændablaðið að til standi að leigja fasteignirnar út til rekstraraðila sem kemur til með að halda grænmetisframleiðslu áfram. Þannig verði reksturinn keyptur af þriðja manni. „Fjárfestingin býður upp á vænlega arðsemi auk stuðnings við íslenska matvælaframleiðslu. Það er mat okkar að matvælaframleiðsla sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi sökum fjölgunar íbúa og ferðamanna, auk þess sem viðskiptin falla vel að yfirlýstum markmiðum stjórnvalda, um að auka sjálfbærni og efla fæðuöryggi,“ hefur Bændablaðið eftir Garðari Hannesi Friðjónssyni, forstjóra Eikar.
Garðyrkja Kaup og sala fyrirtækja Eik fasteignafélag Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira