Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:31 Devon Allen vísað úr keppni eftir að „þjófstarta.“ EPA-EFE/John G. Mabanglo Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo Frjálsar íþróttir Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira
Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo
Frjálsar íþróttir Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sjá meira