Segir marga svekkta sem reyna við fasteignamarkaðinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2022 14:09 Hannes segir merki um að það sé að lægja á fasteignamarkaði en það sé of sterkt til orða tekið að segja að markaðurinn sé að kólna. Formaður Félags fasteignasala segir marga sitja eftir með sárt ennið sem gera tilboð í fasteignir eins og staðan er á markaðnum í dag. Þrátt fyrir yfirboð nái þeir ekki að festa kaup á húsnæði, samkeppnin sé of hörð. Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni í gær kvartaði ósáttur faðir yfir ógagnsæi á fasteignamarkaði. Erfitt sé að vita hvort raunverulega hafi komið hærra tilboð eða hvort fasteignasalar séu að etja fólki saman. Sonur hans sé að reyna að kaupa fyrstu íbúð en tilboð hans nái ekki í gegn. Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala, ræddi málið í Bítinu í morgun og sagði marga sitja eftir með sárt ennið eins og fasteignamarkaðurinn er í dag. Fimm til tuttugu tilboð berist í hverja fasteign og margir bjóði yfirverð en missi samt af kaupunum. Lokað söluferli þar sem leynd liggur yfir tilboðum annarra sé þó ekki meinsemdin. Vissulega hafi verið skoðað í nokkurn tíma hvort opna eigi ferlið, líkt og gert er í Svíþjóð og Noregi en það leysi ekki þetta vandamál. Opið söluferli hafi einnig sínar neikvæðu hliðar, til dæmis séu tilboð bindandi og ekki hægt að setja fyrirvara sem geti farið illa og endað með lögsóknum. Þau yngri þurfi að keppa við þau eldri Vandamálið sem kaupendur upplifa nú á fasteignamarkaði snúi að framboðinu og harða baráttu um fáa bita. Fasteignafélögin sem kaupi fimm til tíu prósent íbúða til að setja á leigumarkað skapi ekki þessa stöðu heldur eigi fyrstu kaupendur erfitt með að keppa við eldri kaupendur sem eiga meira eigið fé og geta boðið betur en þeir yngri. „Síðastliðin tuttugu ár hefur verið erfitt fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markað. Þrátt fyrir það þá voru sett ný met í fyrra og hittifyrra þar sem fyrstu kaupendur fóru upp í 35 prósent af kaupendum," segir Hannes og bætir við að staðan hafi ekki orðið auðveldari eftir að Seðlabankinn lækkaði lánaheimild fyrstu kaupenda. Hannes segir ekki hægt að tala um kólnun á markaði þótt einhverjar breytingar séu í sjónmáli. „Það sem hefur gerst er að í staðinn fyrir að það mæti tuttugu pör í opið hús, þá mæta átta. Það er aðeins að lægja," segir Hannes og bætir við máli sínu til stuðnings að nú séu 330 íbúðir í fjölbýli til sölu á höfuðborgarsvæðinu en þær voru 286 fyrir tveimur mánuðum. Þróunin sé hæg en í rétta átt.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir „Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48 Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31 Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
„Fasteignamarkaðurinn er líkast til að taka stakkaskiptum“ Óverðtryggð lán eru mun hægkvæmari en verðtryggð um þessar mundir, segir í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS fyrir júlímánuð. Hlutfall íbúða sem seldist yfir ásettu verði dróst saman í maí og þá fór meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu úr 35 dögum í 46 daga. 12. júlí 2022 07:48
Vísitala íbúðaverðs ekki hækkað minna síðan í janúar Vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu var 941 í júní og hækkaði um 2,2 prósent á milli mánaða. Minni hækkun hefur ekki orðið á milli mánaða síðan í janúar á þessu ári en þá var hún 1,7 prósent. 19. júlí 2022 22:31