Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:17 Svona var umhorfs í Wennington í nágrenni Lundúna eftir að gróðureldar loguðu á heitasta degi í sögu Bretlands. getty Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Jacobsen, veðurfræðingi, á síðu sinni þar sem hann telur líklegt að það met falli í dag en spáð er allt að 36 gráðu hita í Danmörku í dag. Fara þarf 47 ár aftur í tímann til að finna síðustu mælingar þar sem hitinn fór yfir 36 gráður í Danmörku en það gerðist þann 10 ágúst árið 1975. „Það met gæti vel fallið í dag,“ segir Søren og bætir við að það virðist sem að þurrkar og mikill hiti geisi um allt landið. Spáin í Danmörku í dag.DR Í gær, þriðjudag, hríðféllu hitametin og slökkviliðsmenn víða um Evrópu áttu í fullu fangi með að minnka skaðann. Í Bretlandi fór hitinn í fyrsta sinn yfir 40 gráður í gær og skógareldar geisuðu í nágrenni Lundúna. Í Þýskalandi hefur hitinn ekki mælst meiri á þessu ári og í Portúgal hefur dauðsföllum fjölgað mikið síðustu daga eftir linnulausa skógarelda þar í landi. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis í aukinni hættu fyrir skógareldum og í Belgíu og Hollandi er gert ráð fyrir methita. Búast við því versta Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur samt sem áður varað við því að búast megi við enn skæðari skógareldum á næstunni. Hitabylgjur hafa orðið mun algengari á síðustu árum og vara lengur vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Í framtíðinni munu svona hitabylgjur verða daglegt brauð og við munum sjá enn meiri öfga í veðri,“ sagði forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ Peterri Taalas. Veður Danmörk Bretland Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Jacobsen, veðurfræðingi, á síðu sinni þar sem hann telur líklegt að það met falli í dag en spáð er allt að 36 gráðu hita í Danmörku í dag. Fara þarf 47 ár aftur í tímann til að finna síðustu mælingar þar sem hitinn fór yfir 36 gráður í Danmörku en það gerðist þann 10 ágúst árið 1975. „Það met gæti vel fallið í dag,“ segir Søren og bætir við að það virðist sem að þurrkar og mikill hiti geisi um allt landið. Spáin í Danmörku í dag.DR Í gær, þriðjudag, hríðféllu hitametin og slökkviliðsmenn víða um Evrópu áttu í fullu fangi með að minnka skaðann. Í Bretlandi fór hitinn í fyrsta sinn yfir 40 gráður í gær og skógareldar geisuðu í nágrenni Lundúna. Í Þýskalandi hefur hitinn ekki mælst meiri á þessu ári og í Portúgal hefur dauðsföllum fjölgað mikið síðustu daga eftir linnulausa skógarelda þar í landi. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis í aukinni hættu fyrir skógareldum og í Belgíu og Hollandi er gert ráð fyrir methita. Búast við því versta Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur samt sem áður varað við því að búast megi við enn skæðari skógareldum á næstunni. Hitabylgjur hafa orðið mun algengari á síðustu árum og vara lengur vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Í framtíðinni munu svona hitabylgjur verða daglegt brauð og við munum sjá enn meiri öfga í veðri,“ sagði forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ Peterri Taalas.
Veður Danmörk Bretland Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira