Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2022 10:46 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári. Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári.
Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55