Innritunin gengið hægar en vonir voru bundnar við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 10:00 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri en lætur af því starfi árið 2024. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir innritun yngstu barna á leikskóla ekki hafa gengið jafn vel og bundnar voru vonir við. Borgarstjórn hafði gefið það út að öll tólf mánaða börn og eldri fengju innritun næsta haust en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og gefa lítið fyrir skýringar borgarfulltrúa. „Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
„Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Sjá meira
Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49
Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02