Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júlí 2022 16:32 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún. Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira