Leggja loksins ljósleiðara í Vestmannaeyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. júlí 2022 16:32 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Jóhann Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa hafist handa við að leggja ljósleiðara í þéttbýli en fyrstu áfangarnir hófust í sumar. Bæjarstjóri segir þetta löngu tímabært, enda nútímasamgöngur að búa við gott netsamband. Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún. Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vinnan við lagningu ljósleiðara í Vestmannaeyjum hófst í dreifbýli, sem ríkið styrkir, en flóknari staða blasti við í þéttbýli að sögn Írisar Róbertsdóttir, bæjarstjóra. „Á endanum þurfti sveitarfélagið að taka málin í sínar hendur og fara í það, við stofnuðum félag til að ljósleiðaravæða þéttbýlið hérna í Vestmannaeyjum og gerðum það á síðasta ári, þá fórum við að stíga fyrstu skrefin í því,“ segir Íris en fyrirtækið ber nafnið Eygló. Hingað til hafi netsamband ekki verið nógu gott og því ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. „Við erum byrjuð á fyrsta áfanga og það var löngu kominn tími til, þetta eru náttúrulega nútímasamgöngur að hafa gott netsamband og við verðum komin á þann stað eftir vonandi bara skamman tíma,“ segir hún. Framkvæmdir eru þegar hafnar víðast hvar í bænum og er markmiðið að raska daglegu lífi í bænum sem minnst. Þá eru vonir bundnar við að hægt verði að ljúka þeim fljótt. Nokkuð rask fylgir lagningu ljósleiðara en reynt verður að halda því í lágmarki.Vestmannaeyjabær „Við erum að vona að við getum klárað þetta á svona tveimur, tveimur og hálfu ári. Vonandi tökum við fyrstu tvo áfangana núna í sumar, þeir eru sex áfangarnir. Þannig við vinnum þetta eins hratt og vel og hægt er,“ segir Íris. Hún segir almenna sátt ríkja meðal bæjarbúa um verkefni fyrirtækisins og framkvæmdirnar. Auðvitað er það ekki endilega fyrsta val sveitarfélag að fara í þessa framkvæmd en við þurfum að gera það til að tryggja að hér séu góð búsetu og atvinnuskilyrði,“ segir Íris. Aðspurð um hvort þau séu þau síðustu í röðinni í ljósleiðaraþróuninni segist hún vona að svo sé ekki. „En við erum alla vega með þeim síðustu hugsa ég. Þannig þetta er bara það sem skiptir máli og það er bara mikil ánægja með þetta,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Fjarskipti Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira