Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 14:04 Dmitrí Rogozin er vinstra megin við þá Vladimír Pútín og Alexander Lukasjenka, einræðisherra Rússlands og Úkraínu. EPA/MIKHAIL KLIMENTYEV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira