Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2022 14:04 Dmitrí Rogozin er vinstra megin við þá Vladimír Pútín og Alexander Lukasjenka, einræðisherra Rússlands og Úkraínu. EPA/MIKHAIL KLIMENTYEV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Rogozin tók við stjórn Roscosmos árið 2018 en samkvæmt ríkismiðlinum RIA rak Pútín Rogozin í dag og tekur brottrekstur hans strax gildi. Engin ástæða hefur verið gefin upp fyrir brottrekstrinum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar hefur Rogozin verið harður stuðningsmaður innrásarinnar og hefur hann verið áberandi á samfélagsmiðlum, þar sem hann hefur meðal annars hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Sjá einnig: Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Orð Rogozin virðast hafa verið innantóm en hegðun hans er þrátt fyrir það sögð hafa komið niður á samstarfi Roscosmos við geimvísindastofnanir Vesturlanda, samkvæmt frétt Ars Techinca. Versnandi samstarf við Vesturlönd Samstarf Rússa við önnur ríki í geimnum, og þá sérstaklega samstarf Rússlands og Bandaríkjanna, hefur að mestu farið eðlilega fram á undanförnum árum. Það er þrátt fyrir að stjórnmálasamband ríkjanna hafi versnað til muna og Rússland hafi einangrast nokkuð. Það samstarf virðist þó hafa versnað verulega á undanförnum vikum og mánuðum. Sjá einnig: Vopnatilraun Rússa kennt um geimruslahaug sem ógni Alþjóðageimstöðinni Fyrr í þessum mánuði, eða þann 7. júlí, gagnrýndu forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), Evrópu (ESA) og Kanada (CSA) Roscosmos harðlega eftir að rússneskir geimfarar notuðu Alþjóðlegu geimstöðina í pólitískum tilgangi með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Úkraínu og fagna því að Rússar hefðu náð stjórn á öllu Luhansk-héraði í Úkraínu. Nokkrum dögum síðar neitaði Rogozin að svara símtali frá Bill Nelson, yfirmanni NASA. Fyrr í þessari viku lýstu vorsvarsmenn ESA því yfir að samstarfi við Rússa um ExoMars þjarkan, sem senda á til mars, yrði slitið. Rogozin brást reiður við því og gagnrýndi Josef Aschbacher, yfirmann ESA, á Telegram. Þetta var þann 12. júlí en seinna sama dag, hótaði Rogozin því að Rússar myndu ekki leyfa öðrum að nota evrópska vélarminn á Alþjóðlegu geimstöðinni en hann var festur við rússneska hluta geimstöðvarinnar fyrir um ári síðan. Versnandi staða Rússa Undanfarin ár hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands. Sá iðnaður hefur um árabil staðið á sterkum stoðum Souyz-eldflaugana en þær hafa verið mjög áreiðanlegar og voru um tíma þær einu sem hægt var að nota til að senda geimfara til geimstöðvarinnar. Þau ríki sem að geimstöðinni komu borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskotin. Þeir dagar eru þó liðnir. Eldflaugarnar eru orðnar frekar gamlar og Roscosmos hefur ekki getað staðið við eigin markmið um fjölda geimskota á ári. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Sjá einnig: Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Rússneskt dagblað, sem tengist yfirvöldum landsins, birti í desember ítarlega grein um slæma stöðu geimiðnaðarins í Rússlandi. Í þeirri grein var Rogozin gagnrýndur harðlega og því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá. Stofnunin notaðist við úr sér genginn búnað og tækni og hana skorti hæft starfsfólk. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu.
Rússland Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Vladimír Pútín Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent