Laugavegshlaupið fer fram á laugardag: 650 manns hlaupa 55 kílómetra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2022 12:30 Laugavegurinn. ÍBR Eitt sinn þótti það afrek að hlaupa maraþon en nú eru 650 manns skráð til leiks í Laugavegshlaupið en þar er hlaupið yfir fjöll og firnindi. Fer hlaupið fram í 26. skipti. Alls eru 650 galvaskir skráðir til leiks í hlaipið sem hefst í Landmannalaugum á morgun, laugardag. Um er að ræða 417 karlar og 233 konur. Hlauparar koma alls staðar að úr heiminum, en um 30 prósent eru af erlendu bergi brotin. Erlendu keppendurnir koma frá 32 mismunandi þjóðernum, en flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og lýkur í Húsdal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Venjan er að ganga leiðina á fjórum dögum en met hlaupatími í karlaflokki á Þorbergur Ingi Jónsson, hljóp hann á þremur klukkustundum og 59 mínútum. Í kvennaflokki á Andra Kolbeinsdóttir metið en hún setti það á síðasta ári er hún hljóp á fjórum klukkustundum og 55 mínútum. Varð hún þar með fyrst kvenna að klára hlaupið á undir fimm klukkustundum. Mikil aðsókn var í hlaupið í ár, en tekið var upp nýtt skráningarkerfi þar sem stigahæstu hlaupararnir komust inn og aðrir fóru í lottó. Skráning fyrir 2023 hefst svo 3. nóvember, en þá þurfa allir hlauparar að hafa 390 ITRA stig til að komast í lottóið. Búist er við spennandi keppni í ár þar sem margir af bestu hlaupurum landsins mæta til leiks, þar á meðal Arnar Pétursson sem fer í sitt fyrsta Laugavegshlaup, en hann hefur aldrei tekið þátt í utanvegahlaupi lengra en 26 kílómetra. Andrew Douglas sigurvegarinn frá því í fyrra mætir aftur til leiks og verður spennandi að sjá hvort hann vinni annað árið í röð. Þá mætir Kris Brown frá Bandaríkjunum til leiks í fyrsta Laugavegshlaupið sitt en hann er reyndur Ultra hlaupari og gæti veitt Arnari og Andrew mikla keppni. Í kvennaflokki er Andrea Kolbeinsdóttir fremst í flokki, en hún hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup í fyrra. Candice Schneider frá Bandaríkjunum hefur náð góðum árangri í fjölda hlaupa og verður gaman að sjá hana í íslenskum aðstæðum. Hlaup Laugavegshlaupið Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Sjá meira
Alls eru 650 galvaskir skráðir til leiks í hlaipið sem hefst í Landmannalaugum á morgun, laugardag. Um er að ræða 417 karlar og 233 konur. Hlauparar koma alls staðar að úr heiminum, en um 30 prósent eru af erlendu bergi brotin. Erlendu keppendurnir koma frá 32 mismunandi þjóðernum, en flestir erlendir hlauparar koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada. Hlaupið hefst í Landmannalaugum og lýkur í Húsdal í Þórsmörk. Laugavegurinn er ein fjölfarnasta og vinsælasta gönguleiðin um íslensk öræfi. Venjan er að ganga leiðina á fjórum dögum en met hlaupatími í karlaflokki á Þorbergur Ingi Jónsson, hljóp hann á þremur klukkustundum og 59 mínútum. Í kvennaflokki á Andra Kolbeinsdóttir metið en hún setti það á síðasta ári er hún hljóp á fjórum klukkustundum og 55 mínútum. Varð hún þar með fyrst kvenna að klára hlaupið á undir fimm klukkustundum. Mikil aðsókn var í hlaupið í ár, en tekið var upp nýtt skráningarkerfi þar sem stigahæstu hlaupararnir komust inn og aðrir fóru í lottó. Skráning fyrir 2023 hefst svo 3. nóvember, en þá þurfa allir hlauparar að hafa 390 ITRA stig til að komast í lottóið. Búist er við spennandi keppni í ár þar sem margir af bestu hlaupurum landsins mæta til leiks, þar á meðal Arnar Pétursson sem fer í sitt fyrsta Laugavegshlaup, en hann hefur aldrei tekið þátt í utanvegahlaupi lengra en 26 kílómetra. Andrew Douglas sigurvegarinn frá því í fyrra mætir aftur til leiks og verður spennandi að sjá hvort hann vinni annað árið í röð. Þá mætir Kris Brown frá Bandaríkjunum til leiks í fyrsta Laugavegshlaupið sitt en hann er reyndur Ultra hlaupari og gæti veitt Arnari og Andrew mikla keppni. Í kvennaflokki er Andrea Kolbeinsdóttir fremst í flokki, en hún hljóp sitt fyrsta Laugavegshlaup í fyrra. Candice Schneider frá Bandaríkjunum hefur náð góðum árangri í fjölda hlaupa og verður gaman að sjá hana í íslenskum aðstæðum.
Hlaup Laugavegshlaupið Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Sjá meira