Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2022 11:45 Það skýrist endanlega hinn 5. september hver tekur við leiðtogaembættinu í Íhaldsflokknum og þar með forsætisráðherrastólnum. AP/Andy Bailey Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins. Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september. Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Þar hlaut Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra 88 atkvæði þingmanna Íhaldsflokksins og Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra varð önnur með 67 atkvæði. Hún er almennt talin eiga mestan stuðning meðal almennra flokksmanna sem að lokum greiða atkvæði um þá tvo frambjóðendur sem eftir standa að loknum kosningum þingmanna. Andrés Magnússon blaðamaður þekkir vel til innan breska Íhaldsflokksins.Mynd/FB síða Andrésar Magnússonar Andrés Magnússon blaðamaður á Morgunblaðinu bjó lengi íBretlandi og þekkir vel til innan Íhaldsflokksins. Hann segir stöðuna hæglega geta breyst í annarri umferðinni í dag þótt Sunak og Mordaunt hafi verið efst í gær. „Þá er samt sem áður nóg eftir af atkvæðum sem þurfa að ákveða sig upp á nýtt. Og þá er spurningin þessi, hvað verður um Sunak, er hann að fá ný atkvæði,“ segir Andrés. Þar segi margir að Penny Mordaunt eigi meiri möguleika. Þá eigi Liz Truss utanríkisráðherra sem varð í þriðja sætinu í gær enn möguleika á að komast í toppbaráttuna. „Nær Liz Truss að sannfæra einhvern með tali sínu um skattalækkanir og svo framvegis. Það er vel mögulegt. Hún er ekki illa liðin í flokknum. Það má alveg eins spyrja fyrir Penny Mordaunt sem hefur verið rísandi í þessu kapphlaupi núna. Hún hefur fengið á sig árásir í morgun fyrir að valda ekki starfinu og hafa ekki staðið sig nógu vel sem ráðherra frá fyrrverandi samstarfsmönnum,“ segir Andrés. Það geti hugsast eftir niðurstöður annarrar umferðar í dag aðeinhverjir sem gætu haldið baráttunni áfram dragi sig engu að síður í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhverja í efstu sætunum. Hins vegar væri ólíklegt að einhver stefnubreyting verði í meginmálum, hver sem nái kjöri að lokum. Enda hafi Boris Johnson unnið mikinn kosningasigur með núverandi kosningastefnu flokksins. „Það hefur enginn sem tekur við núna pólitískt umboð til að vera meðeinhverja stórkostlega stefnumörkun. Sigurvegarinn þarf bara að halda við kosningastefnu flokksins. Þannig að nei, það er ekki mikið að fara aðbreytast hvað stefnuna varðar,“ segir Andrés Magnússon. Þegar aðeins tveir frambjóðendur eru eftir fer fram póstkosning meðal flokksmanna. Eftir að niðurstöður hennar liggja fyrir verður nýr leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra kynntur hinn 5. september.
Bretland Tengdar fréttir Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent