Ósamræmi í lögum því sjávarútvegur sker sig frá öðrum greinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. júlí 2022 19:08 Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf um tengda aðila. Vísir/Bjarni Fiskistofustjóri segir ósamræmi í löggjöf milli atvinnugreina um skilgreiningu á tengdum aðilum. Fyrirtæki teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall í flestum öðrum greinum en í sjávarútvegi. Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir viðmiðið í sjávarútvegi hátt. „Miðað við aðrar atvinnugreinar er þetta frekar hátt hlutfall. Menn teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall heldur en þetta annars staðar. Það má kannski segja að það sé eitthvað ósamræmi í löggjöfinni varðandi þetta“ segir Ögmundur. Það sé stjórnvalda að samræma löggjöfina. „Það er alfarið á þeirra borði að breyta fiskveiðilöggjöfinni þannig að þessi mörk verði færð neðar,“ segir hann. Hann segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi undir viðmiðum fiskveiðilaga um heildarkvóta en sameinað fyrirtæki fari nú með ríflega ellefu prósent hans. „Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni sýnist okkur ekki vera neitt sem hindrar þessi kaup. Samkeppniseftirlitið á hins vegar eftir að úrskurða í málinu,“ segir Ögmundur. Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum um fiskveiðstjórnun en hagsmunaöflum hafi hingað til tekist að stöðva það. „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í samfélaginu og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir Oddný. Hún segir núverandi kerfi afar ósanngjarnt. „Við erum að færa stórútgerðinni, sem malar gull, auðlindina okkar á silfurfati.“ Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu. Lögbundið viðmið er tólf prósent. Fyrirtækið telst hins vegar ekki tengdur aðili að kaupunum samkvæmt lögum þar sem Samherji á einn þriðja hlut í Síldarvinnslunni en hefði þurft að eiga helming til að flokkast sem tengdur aðili. Skilgreining á tengdum aðilum er hins vegar mun lægri í öðrum greinum en í sjávarútvegi, eins og til dæmis á fjármálamarkaði. Þar teljast til tengdra aðila fari hlutdeild þeirra yfir tuttugu prósent. Ögmundur Knútsson Fiskistofustjóri segir viðmiðið í sjávarútvegi hátt. „Miðað við aðrar atvinnugreinar er þetta frekar hátt hlutfall. Menn teljast ráðandi aðilar með mun lægra eignarhlutfall heldur en þetta annars staðar. Það má kannski segja að það sé eitthvað ósamræmi í löggjöfinni varðandi þetta“ segir Ögmundur. Það sé stjórnvalda að samræma löggjöfina. „Það er alfarið á þeirra borði að breyta fiskveiðilöggjöfinni þannig að þessi mörk verði færð neðar,“ segir hann. Hann segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi undir viðmiðum fiskveiðilaga um heildarkvóta en sameinað fyrirtæki fari nú með ríflega ellefu prósent hans. „Samkvæmt fiskveiðistjórnunarlöggjöfinni sýnist okkur ekki vera neitt sem hindrar þessi kaup. Samkeppniseftirlitið á hins vegar eftir að úrskurða í málinu,“ segir Ögmundur. Oddný G. Harðardóttir formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir löngu tímabært að breyta lögum um fiskveiðstjórnun en hagsmunaöflum hafi hingað til tekist að stöðva það. „Stórútgerðin er bara of áhrifamikil í samfélaginu og hefur of sterk ítök í stjórnkerfinu,“ segir Oddný. Hún segir núverandi kerfi afar ósanngjarnt. „Við erum að færa stórútgerðinni, sem malar gull, auðlindina okkar á silfurfati.“
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Akureyri Síldarvinnslan Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Blendnar tilfinningar og gríðarlegir hagsmunir í húfi Forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar segist hafa blendnar tilfinningar um kaup Síldarvinnslunnar á sjávarútvegsfyrirtækinu Vísir. Alls starfa 230 íbúar Grindavíkur hjá fyrirtækinu. 11. júlí 2022 21:42
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17