Gamlir landpóstar mynda nýtt fimmtíu kílómetra hlaup Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 11:55 Þórhildur Ólöf, forstjóri Póstsins, ætlar að taka þátt í hlaupinu. samsett Nýtt fimmtíu kílómetra utanvegahlaup, Pósthlaupið, verður haldið í fyrsta sinn þann 6. ágúst næstkomandi. Hlaupið verður milli gamalla landpósta sem voru lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook. Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins, mun taka þátt hlaupinu og kveðst spennt fyrir áskoruninni. Hugmynd hennar að fimmtíu kílómetra hlaupinu kviknaði eftir að hún náði sjálf fimmtíu ára aldri. Starfsmenn póstsins hafi gripið hugmyndina á lofti, að sögn Þórhildar. „Við lögðumst saman yfir landakort og skoðuðum gamlar landpóstaleiðir og komum auga á að milli Staðarskála og Búðardals liggur skemmtileg leið sem er akkúrat hæfilega löng. Þá var ekki aftur snúið og við ákváðum að Pósthlaupið skyldi verða að veruleika," segir Þórhildur. Þórhildur Ólöf Helgadóttir.aðsend Hlaupið hefst við minnismerki um landpósta sunnan við Staðarskála í Hrútafirði. Þaðan verður hlaupin gömul landpóstaleið yfir Haukadalsskarð niður í Haukadal og sem leið liggur eftir dalnum, meðfram Haukadalsvatni, niður á reiðstíg við Vestfjarðaveg í Dölum og eftir honum og Vestfjarðavegi alla leið í Búðardal. Einnig er í boði að hlaupa 26 km, frá Kirkjufellsrétt innst í Haukadal, eða 7 km, frá flugvellinum á Kambsnesi, í Búðardal. Landpóstar lífæð samskipta á Íslandi Hlaupastjóri Pósthlaupsins er Ragnar Kristinsson, sagnfræðingur og sölumaður hjá Póstinum. Hann segir Landpósta hafa verið lífæð samskipta á Íslandi um árhundruð. Margir voru landsþekktir fyrir elju og harðfylgi og lögðu sig oft í hættu við erfiðar aðstæður til að koma bréfum og pökkum til fólks í sveitum um allt land. Það sé vel við hæfi að minning þeirra sé heiðruð með hlaupi á milli þessara þekktu póststaða. Markið verður við pósthúsið í Búðardal og verða verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í vegalengdunum þremur. Tekið verður á móti fólki með veitingum úr héraði og er fólk hvatt til að taka fjölskylduna með í hlaupið og gista á tjaldsvæðinu í Búðardal. Hlaupið verður milli gamalla landpósta.aðsend Þórhildur, forstjóri Póstsins, leggur áherslu á að hlaupið sé haldið í náinni samvinnu við íbúa á svæðinu en gjald fyrir þátttöku rennur óskipt til Björgunarsveitarinnar Óskar. „Við ætlum að eiga skemmtilegan dag saman í ágúst. Svo vonumst við til að hlaupið festi sig í sessi og verði vinsæll viðburður til framtíðar,“ segir hún. Nánari upplýsingar um Pósthlaupið er að finna á Hlaup.is og á Facebook.
Hlaup Pósturinn Dalabyggð Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Collin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira