Lúðrasveit veittist að manni sem kastaði ruslatunnu í meðlimi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2022 23:22 Hér sést þegar maðurinn kastar tunnunni í átt að meðlimum og svo þegar sveitin hefur safnast saman við húsið. Twitter Lúðrasveit í Norður-Írlandi veittist í dag að karlmanni sem kastaði ruslatunni í meðlimi sveitarinnar er þeir tóku þátt í skrúðgöngu. Maðurinn lokaði sig inni og brutu meðlimir sveitarinnar rúðu á fjölbýlishúsinu sem maðurinn býr í. Lúðrasveitin var að taka þátt í skrúðgöngu til þess að fagna 12. júlí en dagurinn er haldinn hátíðlegur í Norður-Írlandi ár hvert. Þá er sigri Vilhjálms III á Jakobi II fagnað en Vilhjálmur var mótmælendatrúar og Jakob kaþólikki. Maðurinn sem kastaði tunnunni í meðlimi lúðrasveitarinnar hafði flaggað írska fánanum en mikill meirihluti Íra eru kaþólikkar. Culture #discoverni #12ofJuly pic.twitter.com/pfqgHxseV8— Aoife (@efaakelly) July 12, 2022 Myndband náðist af atvikinu og hefur það farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Eftir að maðurinn kastaði tunnunni reyndu meðlimir lúðrasveitarinnar að komast til hans en hann náði að loka sig inni í fjölbýlishúsi. Þá köstuðu meðlimirnir annarri stærri tunnu í rúðu á húsinu en að sögn nágrannans sem tók myndbandið var tunnunni kastað í vitlausan glugga. Lögreglumenn höfðu gengið eftir götunni við hlið lúðrasveitarinnar og voru þeir fljótir að skarast í leikinn. Sá sem kastaði tunnunni í gluggann virðist hafa sloppið en tunnan sjálf var sett upp í lögreglubíl og ekið með hana á brott. The real criminal is now in custody pic.twitter.com/RiWRvCxrGy— Jake Jake Kuczogi (@ObiWanKuczogi) July 12, 2022 Írland Norður-Írland Trúmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira
Lúðrasveitin var að taka þátt í skrúðgöngu til þess að fagna 12. júlí en dagurinn er haldinn hátíðlegur í Norður-Írlandi ár hvert. Þá er sigri Vilhjálms III á Jakobi II fagnað en Vilhjálmur var mótmælendatrúar og Jakob kaþólikki. Maðurinn sem kastaði tunnunni í meðlimi lúðrasveitarinnar hafði flaggað írska fánanum en mikill meirihluti Íra eru kaþólikkar. Culture #discoverni #12ofJuly pic.twitter.com/pfqgHxseV8— Aoife (@efaakelly) July 12, 2022 Myndband náðist af atvikinu og hefur það farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Eftir að maðurinn kastaði tunnunni reyndu meðlimir lúðrasveitarinnar að komast til hans en hann náði að loka sig inni í fjölbýlishúsi. Þá köstuðu meðlimirnir annarri stærri tunnu í rúðu á húsinu en að sögn nágrannans sem tók myndbandið var tunnunni kastað í vitlausan glugga. Lögreglumenn höfðu gengið eftir götunni við hlið lúðrasveitarinnar og voru þeir fljótir að skarast í leikinn. Sá sem kastaði tunnunni í gluggann virðist hafa sloppið en tunnan sjálf var sett upp í lögreglubíl og ekið með hana á brott. The real criminal is now in custody pic.twitter.com/RiWRvCxrGy— Jake Jake Kuczogi (@ObiWanKuczogi) July 12, 2022
Írland Norður-Írland Trúmál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Sjá meira