Lúðrasveit veittist að manni sem kastaði ruslatunnu í meðlimi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. júlí 2022 23:22 Hér sést þegar maðurinn kastar tunnunni í átt að meðlimum og svo þegar sveitin hefur safnast saman við húsið. Twitter Lúðrasveit í Norður-Írlandi veittist í dag að karlmanni sem kastaði ruslatunni í meðlimi sveitarinnar er þeir tóku þátt í skrúðgöngu. Maðurinn lokaði sig inni og brutu meðlimir sveitarinnar rúðu á fjölbýlishúsinu sem maðurinn býr í. Lúðrasveitin var að taka þátt í skrúðgöngu til þess að fagna 12. júlí en dagurinn er haldinn hátíðlegur í Norður-Írlandi ár hvert. Þá er sigri Vilhjálms III á Jakobi II fagnað en Vilhjálmur var mótmælendatrúar og Jakob kaþólikki. Maðurinn sem kastaði tunnunni í meðlimi lúðrasveitarinnar hafði flaggað írska fánanum en mikill meirihluti Íra eru kaþólikkar. Culture #discoverni #12ofJuly pic.twitter.com/pfqgHxseV8— Aoife (@efaakelly) July 12, 2022 Myndband náðist af atvikinu og hefur það farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Eftir að maðurinn kastaði tunnunni reyndu meðlimir lúðrasveitarinnar að komast til hans en hann náði að loka sig inni í fjölbýlishúsi. Þá köstuðu meðlimirnir annarri stærri tunnu í rúðu á húsinu en að sögn nágrannans sem tók myndbandið var tunnunni kastað í vitlausan glugga. Lögreglumenn höfðu gengið eftir götunni við hlið lúðrasveitarinnar og voru þeir fljótir að skarast í leikinn. Sá sem kastaði tunnunni í gluggann virðist hafa sloppið en tunnan sjálf var sett upp í lögreglubíl og ekið með hana á brott. The real criminal is now in custody pic.twitter.com/RiWRvCxrGy— Jake Jake Kuczogi (@ObiWanKuczogi) July 12, 2022 Írland Norður-Írland Trúmál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Lúðrasveitin var að taka þátt í skrúðgöngu til þess að fagna 12. júlí en dagurinn er haldinn hátíðlegur í Norður-Írlandi ár hvert. Þá er sigri Vilhjálms III á Jakobi II fagnað en Vilhjálmur var mótmælendatrúar og Jakob kaþólikki. Maðurinn sem kastaði tunnunni í meðlimi lúðrasveitarinnar hafði flaggað írska fánanum en mikill meirihluti Íra eru kaþólikkar. Culture #discoverni #12ofJuly pic.twitter.com/pfqgHxseV8— Aoife (@efaakelly) July 12, 2022 Myndband náðist af atvikinu og hefur það farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum. Eftir að maðurinn kastaði tunnunni reyndu meðlimir lúðrasveitarinnar að komast til hans en hann náði að loka sig inni í fjölbýlishúsi. Þá köstuðu meðlimirnir annarri stærri tunnu í rúðu á húsinu en að sögn nágrannans sem tók myndbandið var tunnunni kastað í vitlausan glugga. Lögreglumenn höfðu gengið eftir götunni við hlið lúðrasveitarinnar og voru þeir fljótir að skarast í leikinn. Sá sem kastaði tunnunni í gluggann virðist hafa sloppið en tunnan sjálf var sett upp í lögreglubíl og ekið með hana á brott. The real criminal is now in custody pic.twitter.com/RiWRvCxrGy— Jake Jake Kuczogi (@ObiWanKuczogi) July 12, 2022
Írland Norður-Írland Trúmál Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira