Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 12. júlí 2022 16:57 Kalífadæmi Íslamska ríkisins spannaði stóran hluta Íraks og Sýrlands, áður en það féll árið 2019. Getty Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun. Árásin var gerð í bænum Jindaris í norðvesturhluta Sýrlands, nærri landamærum Tyrklands. Einnig stóð til að fella annan háttsettan meðlimi ISIS en sá er talinn hafa særst í árásinni. Það hefur þó ekki verið staðfest, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Íslamska ríkið fór eins og stormsveipur um Sýrland og Írak árið 2014. Fólk ferðaðist til Sýrlands í massavís til að ganga til liðs við samtökin og búa í kalífadæmi þeirra sem stofnað var á svæðinu. Þegar hryðjuverkasamtökin voru hvað öflugust stjórnuðu vígamenn þeirra stórum svæðum í Írak og Sýrlandi. Samtökin réðu yfir rúmlega átta milljónum manna þegar mest var en kalífadæmi ISIS féll árið 2019. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Síðan þá hafa ISIS-liðar haldið sér í skugganum og haldið árásum sínum og ofbeldi áfram í Írak, Sýrlandi og í Afganistan þar sem ISIS-liðar hafa barist við Talibana. Tíð dauðsföll leiðtoga samtakanna hafa þó gert þeim erfitt um vik með enduruppbyggingu. Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47 Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58 Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Árásin var gerð í bænum Jindaris í norðvesturhluta Sýrlands, nærri landamærum Tyrklands. Einnig stóð til að fella annan háttsettan meðlimi ISIS en sá er talinn hafa særst í árásinni. Það hefur þó ekki verið staðfest, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Al-Agal tók við af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi en sá sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að handsama hann í febrúar. Sjá einnig: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Þá sprengdi Abu Bakr al-Baghdadi, frægasti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, sig í loft upp í október 2019. Sömuleiðis í árás bandarískra sérsveitarmanna sem reyndu að handsama hann. Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Íslamska ríkið fór eins og stormsveipur um Sýrland og Írak árið 2014. Fólk ferðaðist til Sýrlands í massavís til að ganga til liðs við samtökin og búa í kalífadæmi þeirra sem stofnað var á svæðinu. Þegar hryðjuverkasamtökin voru hvað öflugust stjórnuðu vígamenn þeirra stórum svæðum í Írak og Sýrlandi. Samtökin réðu yfir rúmlega átta milljónum manna þegar mest var en kalífadæmi ISIS féll árið 2019. Vígamenn ISIS frömdu fjölda ódæða víðsvegar um heiminn. Þeir gerðu mannskæðar hryðjuverkaárásir í Evrópu og umfangsmikil fjöldamorð og jafnvel þjóðmorð í Írak og Sýrlandi. Síðan þá hafa ISIS-liðar haldið sér í skugganum og haldið árásum sínum og ofbeldi áfram í Írak, Sýrlandi og í Afganistan þar sem ISIS-liðar hafa barist við Talibana. Tíð dauðsföll leiðtoga samtakanna hafa þó gert þeim erfitt um vik með enduruppbyggingu.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47 Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58 Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40 Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir hryðjuverkaárásirnar í París Salah Abdeslam var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að hryðjuverkaárásum í París í nóvember árið 2015. 130 manns létust í árásunum og slösuðust 490 aðrir. 29. júní 2022 19:47
Flytja alla hermenn frá Malí vegna versnandi samskipta við herstjórnina Franskir hermenn og bandamenn þeirra munu yfirgefa Malí eftir nærri því tíu ára baráttu við vígamenn íslamista þar og í öðrum ríkjum Vestur-Afríku. Ástæðan er versnandi pólitískt samstarf með herstjórn Malí sem tók þar völd árið 2020. 17. febrúar 2022 14:58
Kalla enn eftir því að losna við konur og börn Íslamska ríkisins Þremur árum eftir fall kalífadæmis Íslamska ríkisins eru tugir þúsunda fyrrverandi meðlima hryðjuverkasamtakanna enn í búðum og fangelsum sem sýrlenskir Kúrdar reka í norðausturhluta landsins. Að miklu leyti er um erlenda vígamann að ræða og eiginkonur þeirra og börn sem heimaríki þeirra vilja ekki taka við á nýjan leik. 17. febrúar 2022 10:40
Gerðu umfangsmestu árásina í Sýrlandi síðan Baghdadi var felldur Bandarískir sérsveitarmenn gerðu í gærkvöldi umfangsmikla árás í norðvesturhluta Sýrlands sem talin er hafa beinst gegn hryðjuverkamönnum. Bandaríkjaher segir árásina hafa heppnast og að enginn hermaður hafi fallið í henni. 3. febrúar 2022 09:36
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40