Ranglega bendlaður við morðið á Abe og íhugar málaferli Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júlí 2022 15:01 Myndir af Kojima voru birtar með umfjöllun um morðið á Abe og látið að því liggja að þar væri um að ræða morðingjann. Neilson Barnard/Getty Tölvuleikjaframleiðandinn Hideo Kojima hefur hótað málaferlum eftir að falsfréttir sem sýndu myndir af honum í tengslum við fréttir af morðinu á Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fóru á flug. Myndir af Kojima voru sagðar sýna manninn sem banaði Abe. Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota. Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Kojima er einn þekktasti tölvuleikjaframleiðandi heims og hvað þekktastur fyrir að vera skapari Metal Gear-tölvuleikjaraðarinnar. Eftir að Abe var myrtur á föstudag birti notandi á spjallborðssíðunni 4chan mynd af Kojima, og hún sögð sýna „öfga-vinstrimann með óhreint sakavottorð.“ Í kjölfarið birti franski stjórnmálamaðurinn Damien Rieu mynd af Kojima á Twitter og skrifaði „öfgavinstrið drepur,“ en Rieu er hluti af öfga-hægri hreyfingu í Frakklandi. Þá birtust myndir af Kojima í umfjöllunum grískra og íranskra fréttamiðla í tengslum við morðið á Abe. Hefði átt að kanna málið Rieu hefur síðan eytt tístinu og beðist afsökunar á að hafa látið glepjast af falsfréttum. Sagðist hann „á barnalegan hátt hafa tekið gríni sem réttum upplýsingum,“ og að hann hefði átt að kanna málið til hlítar áður en hann birti tístið. Fyrirtæki Kojima hefur engu að síður birt yfirlýsingu þess efnis að hann kunni að leita réttar síns vegna málsins. „Kojima Productions fordæmir harðlega dreifingu falsfrétta og orðróma sem stuðla að falsfréttum. Við munum ekki líða slík meiðyrði og munum íhuga að grípa til lagalegra ráðstafana í ákveðnum tilfellum,“ sagði í yfirlýsingu sem fyrirtækið sendi frá sér á Twitter. #KojimaProductions strongly condemns the spread of fake news and rumors that convey false information. We do not tolerate such libel and will consider taking legal action in some cases. pic.twitter.com/fDi0FR9kB0— KOJIMA PRODUCTIONS (Eng) (@KojiPro2015_EN) July 9, 2022 Sá handtekni játaði morðið Abe var skotinn á föstudag þar sem hann flutti stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í japönsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Hinn 41 árs Tetsuya Yamagami var handtekinn á vettvangi og hefur síðan játað morðið. Yamagami notaðist við haglabyssu þar sem hann hafði sagað meirihluta hlaupsins af. Hann hleypti af tveimur skotum og hæfði annað þeirra Abe í bakhliðina. Hann var með skotsár á hálsi þegar honum var komið á sjúkrahús. Greint hefur verið frá því að Yamagami hafi talið Abe tengjast trúarhópi sem móðir þess fyrrnefnda tilheyrði og gaf háar fjárhæðir, með þeim afleiðingum að hún varð gjaldþrota.
Morðið á Shinzo Abe Japan Tengdar fréttir Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49 Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23 Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. 11. júlí 2022 11:49
Taldi að Abe tengdist trúarhópi sem keyrði móður hans í gjaldþrot Maðurinn sem skaut fyrrverandi forsætisráðherra Japans til bana á aðfaranótt föstudags er sagður hafa sagt lögreglu að hann hefði skipulagt árásina í marga mánuði vegna þess að hann teldi að forsætisráðherran tengdist trúarhópi, sem hann segir hafa keyrt móður hans í gjaldþrot. 9. júlí 2022 15:23
Játar að vankantar hafi verið á öryggisgæslu Abe Yfirmaður lögreglunnar í Nara í Japan segir að óneitanlega hafi verið brestir í öryggismálum þegar Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur í gær. 9. júlí 2022 11:33