Kallar eftir samstöðu og vill ná markmiðum Abe Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2022 11:49 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. AP/Rodrigo Reyes Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, kallaði í morgun eftir samstöðu og pólitískum stöðugleika í kjölfar kosninga og morðs Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra. Frjálslyndir Demókratar (LDP), flokkur Kishida og Abe báru sigur úr bítum í kosningunum sem haldnar voru í Japan í gær. Með ríkisstjórnarflokknum Komeito eru þeir með meirihluta í báðum deildum þingsins og gætu mögulega náð fram stjórnarskrárbreytingum sem snúa meðal annars að því að fella niður takmarkanir á herafla Japans. Eins og fram kemur í frétt Reuters eru þrjú ár í næstu kosningar í Japan og Kishida er því með nokkuð mikinn tíma til að ná markmiðum sínum og tryggja framgöngu stefnumála sinna. Forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi í morgun að hann myndi taka upp mál sem Abe hefði ekki náð að klára, eins og það að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. AP fréttaveitan segir að tveir stjórnarandstöðuflokkar séu hlynntir breytingum á stjórnarskránni og með stuðningi þeirra hafi Kishida tvo þriðju þingmanna með sér í liði í báðum deildum þingsins. Ráðamenn í Japan hafa á undanförnum árum ítrekað lýst yfir áhyggjum af auknum umsvifum Kína í Asíu og Kyrrahafinu og vopnatilraunum í Norður-Kóreu. Japanir hafa gert varnarsáttmála við bæði Ástrala og Bandaríkjamenn og hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kína innrás í eyríkið. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Fjárútlát til varnarmála í Japan hafa aukist töluvert á undanförnum árum. Frá seinni heimsstyrjöldinni hefur herafli Japans verið kallaður Heimavarnarlið Japans eða SDF. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir stríðið, meinar SDF að eiga í átökum í flestum tilfellum. Japan Hernaður Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Með ríkisstjórnarflokknum Komeito eru þeir með meirihluta í báðum deildum þingsins og gætu mögulega náð fram stjórnarskrárbreytingum sem snúa meðal annars að því að fella niður takmarkanir á herafla Japans. Eins og fram kemur í frétt Reuters eru þrjú ár í næstu kosningar í Japan og Kishida er því með nokkuð mikinn tíma til að ná markmiðum sínum og tryggja framgöngu stefnumála sinna. Forsætisráðherrann sagði á blaðamannafundi í morgun að hann myndi taka upp mál sem Abe hefði ekki náð að klára, eins og það að gera breytingar á stjórnarskrá Japans. AP fréttaveitan segir að tveir stjórnarandstöðuflokkar séu hlynntir breytingum á stjórnarskránni og með stuðningi þeirra hafi Kishida tvo þriðju þingmanna með sér í liði í báðum deildum þingsins. Ráðamenn í Japan hafa á undanförnum árum ítrekað lýst yfir áhyggjum af auknum umsvifum Kína í Asíu og Kyrrahafinu og vopnatilraunum í Norður-Kóreu. Japanir hafa gert varnarsáttmála við bæði Ástrala og Bandaríkjamenn og hafa heitið því að koma Taívan til aðstoðar, geri Kína innrás í eyríkið. Sjá einnig: Japan og Bandaríkin taka höndum saman gegn Kína Fjárútlát til varnarmála í Japan hafa aukist töluvert á undanförnum árum. Frá seinni heimsstyrjöldinni hefur herafli Japans verið kallaður Heimavarnarlið Japans eða SDF. Stjórnarskrá landsins, sem samin var eftir stríðið, meinar SDF að eiga í átökum í flestum tilfellum.
Japan Hernaður Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira