Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 20:01 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans og Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. vísir Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“ Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“
Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira