Wilshere leggur skóna á hilluna og gæti tekið við unglingaliði Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Jack Wilshere hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Knattspyrnumaðurinn Jack Wilshere, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna aðeins þrítugur að aldri. Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Wilshere reis hratt upp á stjörnuhimininn og var hann um tíma talin eitt mesta efni enskrar knattspyrnu. Hann lék sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir Arsenal aðeins 16 ára gamall og 18 ára gamall lék hann sinn fyrsta A-landsleik fyrir England. Hann hefur hins vegar þurft að glíma við mikil meiðsli stóran hluta ferilsins og á tíu ára tímabili lék hann aðeins 125 deildarleiki fyrir Arsenal. Þaðan fór hann til West Ham þar sem hann náði að leika 16 deildarleiki á tveim árum áður en hann færði sig yfir til Bournemouth. Nú síðast lék hann með AGF í dönsku úrvalsdeildinni, en hann gekk til liðs við danska liðið í febrúar á þessu ári. Wilshere tilkynnti um ákvörðun sína að hætta í fótbolta á samfélagsmiðlum sínum í dag. Þar þakkar hann fyrir sig og segist hafa lifað drauminn og lætur löng og hjartnæm skilaboð fylgja með. I’ve lived my dream. Thank you all ❤️ pic.twitter.com/rB5gnyyUlK— Jack Wilshere (@JackWilshere) July 8, 2022 Wilshere hefur þó ekki sagt skilið við fótbolta þó hann sé hættur að spila sjálfur ef marka má grein sem birtist í The Athletic fyrr í dag. Þar kemur fram að Wilshere verði ráðinn þjálfari U18 ára liðs Arsenal og að yfirlýsingar þess efnis sé að vænta á næstu dögum. Í grein The Athletic kemur fram að forráðamenn Arsenal hafi verið virkilega hrifnir af því sem þeir sáu þegar Wilshere vann með yngri leikmönnum félagsins er hann var að sækja sér þjálfararéttindi. 🚨 EXCL: Arsenal set to name Jack Wilshere U18s head coach. After 30yo’s retirement, appointment being finalised. Expected to be supported by Adam Birchall + Julian Gray. Mehmet Ali in line for U23s, Max Porter assistant. W/ @gunnerblog @TheAthleticUK #AFC https://t.co/So6vvb1Jn6— David Ornstein (@David_Ornstein) July 8, 2022
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Salford | City ætti að fljúga áfram Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira