Að vera eitt í kærleikanum Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:31 Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Hinsegin Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þakklæti er mikilvægur eiginleiki í okkar daglega lífi. Að þakka það sem vel er gert og eins að þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að einbeita sér aðeins að því sem maður hefur ekki. Það getur auðvitað oft verið hægara sagt en gert að huga að þakklætinu sérstaklega ef um er að ræða aðstæður sem eru krefjandi og erfiðar. Þakklætið er þó þess eðlis að ef sjónum er beint að því þá framkallast tilfinningar sem færa með sér ákveðna vellíðan, sátt og gleði. Við getum fundið hvernig okkur líður betur ef við erum fær um að þakka og ganga með því hugarfari til verkefna daganna. Oftar en ekki höfum við margt að þakka fyrir og það þarf kannski ekki stundum annað en að við veljum að koma auga á það og beina sjónum okkar að því. Það getur verið nóg að við spyrjum okkur þeirra spurninga hvað það er sem við getum þakkað fyrir á degi hverjum, hvert þakklæti okkar eigi að beinast eða hver það eru sem við þökkum fyrir að séu hluti af lífi okkar. Nýlega eða laugardaginn 25. júní var haldinn viðburður í Skálholti sem var hluti af samvinnuverkefni þjóðkirkjunnar og Samtakanna ´78 sem nefnist Ein saga – eitt skref. Markmið verkefnisins er að safna frásögum hinsegin fólks af misrétti sem það hefur orðið fyrir af hálfu kirkjunnar. Tilgangurinn er m.a. að læra af mistökum fortíðarinnar og ganga sameiginlega inn til nýrrar framtíðar. Það er skemmst frá því að segja að ég átti því láni að fagna að vera viðstödd þennan einstaka viðburð sem hófst í Skálholtsdómkirkju með messu. Stundin í kirkjunni var mjög sterk. Þar ríkti samhugur, mikil einlægni sem og djörfung og hugrekki. Í töluðu máli og tónlist var hægt að finna alvöruna og þungann í því sem miðlað var og allt talaði það beint til hjartans. Þessi stund snart mig djúpt og ég meðtók það sem fram fór. Ég fann áþreifanlega fyrir þjáningu hinsegin fólks í samskiptum þess við okkur í kirkjunni. Ég fann sem ég hef verið meðvituð um hversu illa við í kirkjunni höfum komið fram og ég var döpur en um leið óendanlega þakklát. Þakklát fyrir samvinnuverkefnið Ein saga – eitt skref og þakklát fyrir öll þau sem hafa látið sig varða baráttu hinsegin samfélagsins í gegnum tíðina. Á þessum vettvangi vil ég einnig þakka þeim sem standa að verkefninu Ein saga – eitt skref og halda utan um það. Ég ber þá von í brjósti að með þessu verkefni sem og viðburðinum í Skálholti hafi verið tekið mikilvægt skref og að fleiri skref verði farin í framhaldinu. Skref sem öll lúta að því að benda á að við manneskjurnar erum öll eitt í kærleikanum og það er það sem skiptir mestu máli. Ég vil hvetja fólk til að kynna sér frásögur hinsegin fólks sem birtar eru á vef kirkjunnar kirkjan.is undir yfirskriftinni Ein saga – eitt skref. Frásögurnar eru að mínu mati stór gjöf sem ég met mikils og þakka af alhug fyrir. Höfundur er sjúkrahúsprestur þjóðkirkjunnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar