Þungavigtin: Miloš varnarsinnaðri en Arnar betri þjálfari Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júlí 2022 13:30 Milos Milojevic og Arnar Gunnlaugsson mætast í Víkinni næstkomandi þriðjudag. Vísir/Bára/Getty Einar Guðnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars Gunnlaugssonar og Miloš Milojević var gestur í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í vikunni. Hann reyndi meðal annars að leggja mat á það hvor væri betri þjálfari, Arnar eða Miloš, og hver munurinn á leikstíl þessara tveggja þjálfara væri. „Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin. Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
„Hver er munurinn á Miloš og Arnari sem þjálfurum og bara sem karakterum?“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason, Rikki G, stjórnandi þáttarins, í upphafi umræðunnar. „Þeir eru náttúrulega gjörólíkir. Báðir frábærir þjálfarar þannig séð, en mjög ólíkir,“ svaraði Einar. Einar Guðnason hefur bæði verið aðstoðarmaður hjá Milos og Arnari. Hann starfar nú hjá Örebro í Svíþjóð.Örebro „Arnar fer í leikina til að sækja og fer í leikina til að vinna þá. Á meðan Miloš er kannski örlítið varnarsinnaðri og örlítið passívari. Hann [Miloš] hugsar líka svolítið mikið um andstæðinginn og greinir hann kannski meira en sjálfan sig.“ „Arnar skoðar náttúrulega alltaf andstæðinginn og veit nákvæmlega hvað hann er að fara að gera, en leitar frekar leiða til að sigra þá með sóknarleik frekar en að reyna að koma í veg fyrir eitthvað.“ Rikki færði sig þá í næstu spurningu og henti Einari beint í djúpu laugina þegar hann spurði einfaldlega hvor þeirra væri betri þjálfari. „Arnar Gunnlaugsson,“ svaraði Einar án þess að hika. „Arnar Gunnlaugsson gæti þjálfað hvaða lið sem er á norðurlöndunum. Hann er svo faglegur og hefur þessi mannlegu samskipti líka. Hann er taktískt klókari en flestir sem ég hef hitt þannig hann myndi rúlla upp hvaða deild á norðurlöndunum sem er,“ sagði Einar að lokum. Klippa: Einar Guðna ræðir muninn á Arnari og Milos Víkingur og Malmö eigast við í sienni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu næstkomandi þriðjdag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en útsendingin hefst klukkan 19:15. Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem fjallar fyrst og fremst um knattspyrnu og öllu henni tengdri bæði hér á landi sem og erlendis. Hægt er að nálgast allan þáttinn og kaupa áskrift af Þungavigtinni á tal.is/vigtin.
Þungavigtin Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira