Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júlí 2022 09:01 Þessir fjórir eru á níu manna lista BBC yfir leikmenn sem þurfa að rífa sig í gang. EPA Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna. Á vef breska ríkisútvarpsins eru nokkrir leikmenn nefndir sem þurfa nauðsynlega að minna umheiminn á hvað þeir geta gert inn á knattspyrnuvellinum. Mikil Manchester United slagsíða er í listanum en alls eru níu leikmenn nefndir til sögunnar. Paul Pogba Paul Pogba lék með Manchester United á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Það er talið niður í endurkomu Pogba til Juventus þar sem hann gerði garðinn frægan. Lék hann nægilega vel á Ítalíu til að Man United át sokkinn sinn og keypti hann á metfé. Sýndi við og við hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er en náði aldrei þeim hæðum sem til var ætlast á Old Trafford. Dele Alli Dele Alli í leiknum fræga á EM 2016.Dan Mullan/Getty Images Skaust upp á stjörnuhimininn er Mauricio Pochettino stýrði Tottenham Hotspur. Tengdi einstaklega vel við Harry Kane og var með betri framherjum Englands um tíma. Allt stefndi í að hann yrði lykilmaður hjá Tottenham og enska landsliðinu en allt kom fyrir ekki. Gat lítið sem ekkert undir lokin hjá Tottenham og var seldur til Everton fyrir síðasta tímabil þar sem hann gat heldur ekki neitt. Donny van de Beek Donny í leik með Everton.EPA-EFE/ANDREW YATES Fékk ákveðna líflínu þegar Erik ten Hag var ráðinn þjálfari Man United en Van De Beek lék undir hans stjórn hjá Ajax. Þá var hann með betri miðjumönnum Evrópu en hjá Man Utd virtist enginn vita hvernig ætti að ná því besta úr Hollendingnum. Spilaði með Everton á láni á síðustu leiktíð en gerði lítið. Fær nú að öllum líkindum eitt lokatækifæri til að sýna hvað hann getur í ensku úrvalsdeildinni. Billy Gilmour Billy Gilmour í leik með Skotlandi á EM 2020.Shaun Botterill/Getty Images Ungur og efnilegur miðjumaður sem talið var að yrði lykilmaður hjá Skotlandi og vonandi Chelsea. Spilaði sem lánsmaður með Norwich City er liðið skítféll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það sem meira er, Gilmour spilaði aðeins 60 prósent leikja liðsins. Romelu Lukaku Romelu Lukaku nennti lítið að vera hjá Chelsea.Simon Stacpoole/Getty Images Var með betri framherjum Evrópu hjá Inter Milan. Var keyptur til Chelsea (á nýjan leik) fyrir hartnær 100 milljónir punda en gat bókstaflega ekki neitt. Var farinn að daðra við Inter nánast er hann lenti í Lundúnum og var svo lánaður til Ítalíu nýverið. Marcus Rashford Marcus Rashford var einn þeirra leikmanna sem brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleik EM 2020.EPA-EFE/Frank Augstein Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð. Hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en alltaf spilað í gegnum þau. Virðist loks hafa náð góðu sumarfríi og heilu undirbúningstímabili sem ætti að gefa gott veganesti inn í komandi leiktíð. Þarf á því að halda þar sem hann er dottinn út úr enska landsliðinu og orðinn varamaður hjá Man United. Dean Henderson Dean Henderson á æfingu með enska landsliðinu.Eddie Keogh/Getty Images Enn einn Man United leikmaðurinn. Markvörðurinn var lánaður til nýliða Nottingham Forest en eftir að hafa verið um tíma aðalmarkvörður Man Utd þá hefur hallað undan fæti. Meiðsli, Covid-19 og fleira þýddi að Henderson missti stöðu sína hjá Man Utd til David De Gea og þá datt hann út úr enska landsliðinu. Fær nú tækifæri til að sýna hvað í sér býr en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Forest í vetur. Aleksandar Mitrović Aleksandar Mitrović skoraði og skoraði í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.Alex Davidson/Getty Images Serbneskur framherji sem raðaði inn mörkum með Fulham í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hefur leikið með Fulham í dágóða stund og virðist kunna vel við sig í B-deildinni en skoraði aðeins þrjú mörk með Fulham er liðið féll úr úrvalsdeildinni tímabilið 2020/2021. Þarf að gera betur ef Fulham ætlar að eiga möguleika á að halda sæti sínu. Jesse Lingard Það virðist enginn vita hvar Jesse Lingard endar.EPA-EFE/PETER POWELL Hefur verið að því virðist í einangrun undanfarin misseri. Spilaði frábærlega með West Ham United er hann var lánaður þangað á þar síðustu leiktíð. Var lofað spiltíma hjá Man Utd á síðustu leiktíð en fékk lítið að spreyta sig. Var svo kominn í fýlu undir lok tímabils og lét Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, Lingard heyra það fyrir slakt hugarfar. Er samningslaus í dag og enn alls óvíst hvar hann endar. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins eru nokkrir leikmenn nefndir sem þurfa nauðsynlega að minna umheiminn á hvað þeir geta gert inn á knattspyrnuvellinum. Mikil Manchester United slagsíða er í listanum en alls eru níu leikmenn nefndir til sögunnar. Paul Pogba Paul Pogba lék með Manchester United á síðustu leiktíð.EPA-EFE/PETER POWELL Það er talið niður í endurkomu Pogba til Juventus þar sem hann gerði garðinn frægan. Lék hann nægilega vel á Ítalíu til að Man United át sokkinn sinn og keypti hann á metfé. Sýndi við og við hversu ótrúlega hæfileikaríkur hann er en náði aldrei þeim hæðum sem til var ætlast á Old Trafford. Dele Alli Dele Alli í leiknum fræga á EM 2016.Dan Mullan/Getty Images Skaust upp á stjörnuhimininn er Mauricio Pochettino stýrði Tottenham Hotspur. Tengdi einstaklega vel við Harry Kane og var með betri framherjum Englands um tíma. Allt stefndi í að hann yrði lykilmaður hjá Tottenham og enska landsliðinu en allt kom fyrir ekki. Gat lítið sem ekkert undir lokin hjá Tottenham og var seldur til Everton fyrir síðasta tímabil þar sem hann gat heldur ekki neitt. Donny van de Beek Donny í leik með Everton.EPA-EFE/ANDREW YATES Fékk ákveðna líflínu þegar Erik ten Hag var ráðinn þjálfari Man United en Van De Beek lék undir hans stjórn hjá Ajax. Þá var hann með betri miðjumönnum Evrópu en hjá Man Utd virtist enginn vita hvernig ætti að ná því besta úr Hollendingnum. Spilaði með Everton á láni á síðustu leiktíð en gerði lítið. Fær nú að öllum líkindum eitt lokatækifæri til að sýna hvað hann getur í ensku úrvalsdeildinni. Billy Gilmour Billy Gilmour í leik með Skotlandi á EM 2020.Shaun Botterill/Getty Images Ungur og efnilegur miðjumaður sem talið var að yrði lykilmaður hjá Skotlandi og vonandi Chelsea. Spilaði sem lánsmaður með Norwich City er liðið skítféll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það sem meira er, Gilmour spilaði aðeins 60 prósent leikja liðsins. Romelu Lukaku Romelu Lukaku nennti lítið að vera hjá Chelsea.Simon Stacpoole/Getty Images Var með betri framherjum Evrópu hjá Inter Milan. Var keyptur til Chelsea (á nýjan leik) fyrir hartnær 100 milljónir punda en gat bókstaflega ekki neitt. Var farinn að daðra við Inter nánast er hann lenti í Lundúnum og var svo lánaður til Ítalíu nýverið. Marcus Rashford Marcus Rashford var einn þeirra leikmanna sem brenndi af vítaspyrnu í úrslitaleik EM 2020.EPA-EFE/Frank Augstein Átti ekki sitt besta tímabil í fyrra eftir að hafa misst af undirbúningstímabilinu þar sem hann var að jafna sig eftir aðgerð. Hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en alltaf spilað í gegnum þau. Virðist loks hafa náð góðu sumarfríi og heilu undirbúningstímabili sem ætti að gefa gott veganesti inn í komandi leiktíð. Þarf á því að halda þar sem hann er dottinn út úr enska landsliðinu og orðinn varamaður hjá Man United. Dean Henderson Dean Henderson á æfingu með enska landsliðinu.Eddie Keogh/Getty Images Enn einn Man United leikmaðurinn. Markvörðurinn var lánaður til nýliða Nottingham Forest en eftir að hafa verið um tíma aðalmarkvörður Man Utd þá hefur hallað undan fæti. Meiðsli, Covid-19 og fleira þýddi að Henderson missti stöðu sína hjá Man Utd til David De Gea og þá datt hann út úr enska landsliðinu. Fær nú tækifæri til að sýna hvað í sér býr en reikna má með að það verði nóg að gera hjá Forest í vetur. Aleksandar Mitrović Aleksandar Mitrović skoraði og skoraði í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð.Alex Davidson/Getty Images Serbneskur framherji sem raðaði inn mörkum með Fulham í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hefur leikið með Fulham í dágóða stund og virðist kunna vel við sig í B-deildinni en skoraði aðeins þrjú mörk með Fulham er liðið féll úr úrvalsdeildinni tímabilið 2020/2021. Þarf að gera betur ef Fulham ætlar að eiga möguleika á að halda sæti sínu. Jesse Lingard Það virðist enginn vita hvar Jesse Lingard endar.EPA-EFE/PETER POWELL Hefur verið að því virðist í einangrun undanfarin misseri. Spilaði frábærlega með West Ham United er hann var lánaður þangað á þar síðustu leiktíð. Var lofað spiltíma hjá Man Utd á síðustu leiktíð en fékk lítið að spreyta sig. Var svo kominn í fýlu undir lok tímabils og lét Ralf Rangnick, þáverandi þjálfari liðsins, Lingard heyra það fyrir slakt hugarfar. Er samningslaus í dag og enn alls óvíst hvar hann endar.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti