Hart sótt að Johnson á breska þinginu: „Hann vissi af ásökunum en veitti honum samt stöðuhækkun“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2022 14:03 Boris Johnson á leiðinni á fyrirspurnartíma í þinginu. getty Hart var sótt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands í fyrirspurnartíma ráðherrans á breska þinginu í dag. Tveir þingmenn Íhaldsflokksins sögðu af sér á meðan honum stóð og þrír þingmenn í röðum Johnson kölluðu eftir afsögn hans á þinginu í dag. Í upphafi þingfundar tók Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar til máls. Hann lýsti ásökunum á hendur Chris Pincher, þingmanni Íhaldsflokksins, sem Johnsons skipaði nýlega í embætti aðstoðarþingflokksformanns en í sjónvarpsviðtali viðurkenndi Johnson að hafa hækkað Pincher í tign vitandi af ásökunum á hendur Pincher. Til áminningar um alvarleika málsins rifjaði Starmer upp ásakanirnar: „Fórnarlambið segir: „hann greip í rassinn minn og síðan færði hann hönd sína hægt að náranum. Ég fraus.“ Ég skil að það er ekki auðvelt að hlusta á þetta en þetta er áminning fyrir alla þá sem standa enn að baki Johnson, um hve alvarlegt ástandið er. Hann vissi að embættismaðurinn hafði gerst sekur um kynferðislega áreitni, en hann [Johnson] veitti honum stöðuhækkun, hvers vegna? Keir Starmergetty Johnson ítrekaði að búið væri að víkja Pincher úr embætti og nú væri verið að rannsaka framferði hans. „Pincher by name, pincher by nature“ Ekkert af því útskýri þó hvers vegna Johnson gaf Pincher stöðuhækkun til að byrja með, sagði Starmer. Áður hafi Johnson verið staðinn að því að segja „Pincher by name, Pincher by nature,“ eða klípari að nafni, klípari að eðlisfari og minntist leiðtogi stjórnarandstöðunnar á það. „Hefur forsætisráðherrann einhvern tímann sagt eitthvað slíkt, já eða nei?“ Johnson sagði hvorki af eða á um það en sagðist ekki vilja gera lítið úr málinu, „Ég sé mikið eftir því að hann hafi haldið starfi sínu,“ sagði Johnson og vildi beina sjónum sínum að öðrum störfum í landinu, „líkt og þau 500 þúsund nýju störf sem við höfum skapað.“ Boris Johnson í þinginu í dag. skjáskot Aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun Svona gekk boltinn á milli forsætisráðherrans og sjórnarandstöðuliða sem ýmist hlógu eða kölluðu fram í á meðan Johnson klóraði í bakkann. Segja má að Johnson hafi aldrei náð sér almennilega frá köðlunum í þetta sinn og Keir Starmer stóð í hári hans allan tímann. Hann sagði Johnson nú ekki aðeins skorta heiðarleika og hæfi til að leiða ríkisstjórnina heldur hafi hann og starfslið Downingstrætis hylmt yfir með kynferðisbrotamanni og gert honum kleift að starfa áfram í umboði ríkisstjórnar. Sajid Javid sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, en síðan hann og Rishi Sunak sögðu af sér hafa hátt í tuttugu ráðherrar, þingmenn og embættismenn Íhaldsflokksins sagt af sér. Javid tók að lok fyrirspurnartímans til máls og gaf frá sér yfirlýsingu. Þar sagðist hann efast um að Johnson sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina áfram og lýsti áhyggjum sínum af því að komandi kynslóðir muni líta Íhaldsflokkinn öðrum augum vegna málsins. „Ég óska kollegum mínum í ríkisstjórninni góðs gengis og ég sé að þau hafa ákveðið að vera áfram í ríkisstjórn. Þau hafa væntanlega sínar ástæður fyrir því en þetta er val. Ég veit að það er erfitt að velja en megi það vera ljóst; aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun.“ Sajid David, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, ávarpaði þingið í dag eftir fyrirspurnartíma forsætisráðherra.epa Bretland Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Í upphafi þingfundar tók Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar til máls. Hann lýsti ásökunum á hendur Chris Pincher, þingmanni Íhaldsflokksins, sem Johnsons skipaði nýlega í embætti aðstoðarþingflokksformanns en í sjónvarpsviðtali viðurkenndi Johnson að hafa hækkað Pincher í tign vitandi af ásökunum á hendur Pincher. Til áminningar um alvarleika málsins rifjaði Starmer upp ásakanirnar: „Fórnarlambið segir: „hann greip í rassinn minn og síðan færði hann hönd sína hægt að náranum. Ég fraus.“ Ég skil að það er ekki auðvelt að hlusta á þetta en þetta er áminning fyrir alla þá sem standa enn að baki Johnson, um hve alvarlegt ástandið er. Hann vissi að embættismaðurinn hafði gerst sekur um kynferðislega áreitni, en hann [Johnson] veitti honum stöðuhækkun, hvers vegna? Keir Starmergetty Johnson ítrekaði að búið væri að víkja Pincher úr embætti og nú væri verið að rannsaka framferði hans. „Pincher by name, pincher by nature“ Ekkert af því útskýri þó hvers vegna Johnson gaf Pincher stöðuhækkun til að byrja með, sagði Starmer. Áður hafi Johnson verið staðinn að því að segja „Pincher by name, Pincher by nature,“ eða klípari að nafni, klípari að eðlisfari og minntist leiðtogi stjórnarandstöðunnar á það. „Hefur forsætisráðherrann einhvern tímann sagt eitthvað slíkt, já eða nei?“ Johnson sagði hvorki af eða á um það en sagðist ekki vilja gera lítið úr málinu, „Ég sé mikið eftir því að hann hafi haldið starfi sínu,“ sagði Johnson og vildi beina sjónum sínum að öðrum störfum í landinu, „líkt og þau 500 þúsund nýju störf sem við höfum skapað.“ Boris Johnson í þinginu í dag. skjáskot Aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun Svona gekk boltinn á milli forsætisráðherrans og sjórnarandstöðuliða sem ýmist hlógu eða kölluðu fram í á meðan Johnson klóraði í bakkann. Segja má að Johnson hafi aldrei náð sér almennilega frá köðlunum í þetta sinn og Keir Starmer stóð í hári hans allan tímann. Hann sagði Johnson nú ekki aðeins skorta heiðarleika og hæfi til að leiða ríkisstjórnina heldur hafi hann og starfslið Downingstrætis hylmt yfir með kynferðisbrotamanni og gert honum kleift að starfa áfram í umboði ríkisstjórnar. Sajid Javid sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, en síðan hann og Rishi Sunak sögðu af sér hafa hátt í tuttugu ráðherrar, þingmenn og embættismenn Íhaldsflokksins sagt af sér. Javid tók að lok fyrirspurnartímans til máls og gaf frá sér yfirlýsingu. Þar sagðist hann efast um að Johnson sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina áfram og lýsti áhyggjum sínum af því að komandi kynslóðir muni líta Íhaldsflokkinn öðrum augum vegna málsins. „Ég óska kollegum mínum í ríkisstjórninni góðs gengis og ég sé að þau hafa ákveðið að vera áfram í ríkisstjórn. Þau hafa væntanlega sínar ástæður fyrir því en þetta er val. Ég veit að það er erfitt að velja en megi það vera ljóst; aðgerðarleysi er meðvituð ákvörðun.“ Sajid David, sem sagði af sér sem heilbrigðisráðherra í gærkvöldi, ávarpaði þingið í dag eftir fyrirspurnartíma forsætisráðherra.epa
Bretland Tengdar fréttir Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22 Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. 6. júlí 2022 12:22
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Skipar nýja ráðherra en stendur enn höllum fæti Boris Johnson, forsætisráðherra, Bretlands, skipaði í kvöld nýjan fjármálaráðherra og nýjan heilbrigðisráðherra eftir að báðir sögðu af sér í dag. Johnson er sagður eiga í miklum vandræðum innan Íhaldsflokksins og er ríkisstjórn hans sögð standa verulega höllum fæti. 5. júlí 2022 23:43
Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent