Segir skipta höfuðmáli að lögfesta Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. júlí 2022 11:12 Guðmundur Ingi segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra segir það algjört grundvallaratriði í sínum huga að vinna að því að gera kerfið betra. „Við þurfum að vinna á öllum þeim áskorunum sem koma upp og ekki síst þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks.“ Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Mikil umræða hefur myndast um þennan málaflokk á seinustu dögum en á mánudag talaði fréttastofa við foreldra fjölfatlaðrar konu sem varð nýlega átján ára og þá veggi sem þau hafa lent á vegna þess. Guðmundur Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun að sum af þessum málum sem að snúi að málefnum fatlaðs fólks, og þá sérstaklega það sem sé hér til umræðu, sé ekki á alveg á nógu góðum stað í augnablikinu. Hann segir sárt að heyra lýsingarnar og horfa upp á þessi vandræði sem fólk sé að rekast á í kerfinu. „Sumt af þessu erum við byrjuð að vinna í að ráða bót á.“ Guðmundur segir að áður en hann tók við embætti hafi hann ekki sérstaklega hugsað út í að það væru stórar áskoranir fólgnar í því að koma stafrænni þróun á fyrir einhverja ákveðna hópa. Hann segir ráðuneytið vera búið að vera að vinna að því í samvinnu við réttindagæsluna síðan í haust að koma á svokölluðum talsmannagrunni í samstarfi við stafrænt Ísland. „Þetta er svona nokkurs konar umboðsvefur þar sem að þá Ísland.is er tengt við kerfi réttindagæslunnar þar sem allir samningarnir eru við alla talsmennina, þá á að vera hægt að tengja þessa rafrænu þjónustu beint við talsmennina.“ Guðmundur Ingi segir stjórnmálamenn eiga að vinna fyrir fólkið í landinu og fatlað fólk sé hópur sem hann vilji leggja mikla áherslu á að bæta réttindi og þjónustu fyrir. Hann segist halda að það muni skipta höfuðmáli að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. „Þarna erum við að ráðast í vinnu þar sem að við ætlum að búa til landsáætlun þar sem að sett verða fram markmið og aðgerðir um það hvernig við innleiðum hvert og eitt ákvæði samningsins um réttindi fatlaðs fólks,“ segir Guðmundur. „Þá sé ég fyrir mér að við séum komin með mjög sterkt vopn í hendurnar til þess einmitt að gera kerfið betra, það er algjört grundvallaratriði í mínum huga að vinna að því.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Málefni fatlaðs fólks Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bítið Tengdar fréttir Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Kerfið traðkar á fötluðu fólki segja foreldrar á Selfossi Foreldrar á Selfossi lýsa hneykslun sinni á kerfinu, sem traðki á fjölfatlaðri dóttur þeirra, sem varð nýlega 18 ára og því lögráða. Þá var lokað á allt á þau í sambandi við hennar mál og nú er staðan sú að þau þurfa að fá skriflegt umboð frá dóttur sinni um að þau séu hæf til að annast hennar mál. Dóttir þeirra getur ekki skrifað né tjáð sig. 4. júlí 2022 20:06