Örn Steinsen er látinn Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 11:31 Örn tók við starfi framkvæmdastjóra KR árið 2000 og gegndi stöðunni til ársins 2007. Aðsend Örn Steinsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri KR, er látinn, 82 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. júlí síðastliðinn. Í tilkynningu frá fjölskyldu Arnar kemur fram að hann hafi fæðst 11. janúar árið 1940 í Vesturbæ Reykjavíkur og alist þar upp til 21 árs aldurs. Foreldrar hans hafi verið þau Vilhelm Steinsen bankafulltrúi og Kristensa Marta Sigurgeirsdóttir húsfreyja. „Örn lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og stundaði síðan nám við Íþróttaskólann að Laugarvatni. Vann sem ungur maður við ýmis störf en fór að vinna hjá Flugfélagi Íslands í Kaupmannahöfn, sem sumarmaður árið 1961 og fékk þar í sig ferðabakteríuna. Hann hóf störf hjá „Lönd og leiðum“ ferðaskrifstofu árið 1962 og síðar hjá Flugfélagi Íslands í Lækjargötu árið 1963, þar sem hann vann við farmiðasölu í 10 ár. Árið 1974 varð hann framkvæmdastjóri hjá Ingólfi í Útsýn til ársins 1986 þegar hann stofnaði Ferðaskrifstofuna Sögu ásamt félaga sínum. Árið 1992 gerðist hann síðan auglýsingastjóri hjá Iceland Review en árið 2000 tók hann við starfi framkvæmdastjóra KR þar til að starfsferlinum lauk árið 2007. Aukastörfin, ef svo skyldi kalla, voru þau, að hann starfaði sem knattspyrnuþjálfari yngri flokka KR, unglingalandsliðs drengja hjá KSÍ í 4 ár, og meistaraflokks karla hjá Þrótti, Fram, Víkingi og FH. Í allt voru þetta 18 ár sem hann helgaði sig þjálfun. Örn lék síðan með öllum yngri flokkum KR og 14 ára var hann einn af 3 fyrstu gulldrengjum knattspyrnuþrauta KSÍ ásamt vinum sínum þeim Þórólfi Beck og Skúla B. Ólafs. Hann spilaði síðar með meistaraflokki KR frá 1958 og varð Ísl.meistari 4 sinnum árin 1959-1965 og 3 sinnum bikarmeistari árin 1962-1964. Alls lék hann 111 leiki með meistaraflokki KR en hætti því miður að spila aðeins 24 ára. Örn hlaut gullmerki KR ásamt gullmerki með lárviðarsveig og Stjörnu KR, einnig hlaut hann gullmerki ÍBR, KSÍ og KÞÍ. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1970 og Golfklúbbsins Odds í Urriðalandi. Hann sat í stjórn hinna ýmsu deilda KR, var formaður hússtjórnar KR 1996-2003, í stjórn Kynnisferða og Félags ísl. ferðaskrifstofa og formaður hússtjórnar húsfélagsins Sléttuvegur 19,21 og 23 frá 2007 og fram á dánardag. Hann starfaði fyrir Oddfellowregluna frá árinu 1977 og var um tíma í stjórn sinnar stúku. Einnig var hann einn af stofnendum Arnarklúbbsins 1992 sem er enn starfræktur og með eigin kennitölu,“ segir í tilkynningunni. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Erna Guðrún Franklín, f. 1941, fyrrverandi fjármálastjóri. Börn þeirra eru Arna Katrín, Stefán Þór, Anna Guðrún og Brynja Dögg Steinsen. Barnabörnin eru fimmtán talsins og barnabarnabörnin fimm. Andlát KR Reykjavík Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Sjá meira
Í tilkynningu frá fjölskyldu Arnar kemur fram að hann hafi fæðst 11. janúar árið 1940 í Vesturbæ Reykjavíkur og alist þar upp til 21 árs aldurs. Foreldrar hans hafi verið þau Vilhelm Steinsen bankafulltrúi og Kristensa Marta Sigurgeirsdóttir húsfreyja. „Örn lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og stundaði síðan nám við Íþróttaskólann að Laugarvatni. Vann sem ungur maður við ýmis störf en fór að vinna hjá Flugfélagi Íslands í Kaupmannahöfn, sem sumarmaður árið 1961 og fékk þar í sig ferðabakteríuna. Hann hóf störf hjá „Lönd og leiðum“ ferðaskrifstofu árið 1962 og síðar hjá Flugfélagi Íslands í Lækjargötu árið 1963, þar sem hann vann við farmiðasölu í 10 ár. Árið 1974 varð hann framkvæmdastjóri hjá Ingólfi í Útsýn til ársins 1986 þegar hann stofnaði Ferðaskrifstofuna Sögu ásamt félaga sínum. Árið 1992 gerðist hann síðan auglýsingastjóri hjá Iceland Review en árið 2000 tók hann við starfi framkvæmdastjóra KR þar til að starfsferlinum lauk árið 2007. Aukastörfin, ef svo skyldi kalla, voru þau, að hann starfaði sem knattspyrnuþjálfari yngri flokka KR, unglingalandsliðs drengja hjá KSÍ í 4 ár, og meistaraflokks karla hjá Þrótti, Fram, Víkingi og FH. Í allt voru þetta 18 ár sem hann helgaði sig þjálfun. Örn lék síðan með öllum yngri flokkum KR og 14 ára var hann einn af 3 fyrstu gulldrengjum knattspyrnuþrauta KSÍ ásamt vinum sínum þeim Þórólfi Beck og Skúla B. Ólafs. Hann spilaði síðar með meistaraflokki KR frá 1958 og varð Ísl.meistari 4 sinnum árin 1959-1965 og 3 sinnum bikarmeistari árin 1962-1964. Alls lék hann 111 leiki með meistaraflokki KR en hætti því miður að spila aðeins 24 ára. Örn hlaut gullmerki KR ásamt gullmerki með lárviðarsveig og Stjörnu KR, einnig hlaut hann gullmerki ÍBR, KSÍ og KÞÍ. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands 1970 og Golfklúbbsins Odds í Urriðalandi. Hann sat í stjórn hinna ýmsu deilda KR, var formaður hússtjórnar KR 1996-2003, í stjórn Kynnisferða og Félags ísl. ferðaskrifstofa og formaður hússtjórnar húsfélagsins Sléttuvegur 19,21 og 23 frá 2007 og fram á dánardag. Hann starfaði fyrir Oddfellowregluna frá árinu 1977 og var um tíma í stjórn sinnar stúku. Einnig var hann einn af stofnendum Arnarklúbbsins 1992 sem er enn starfræktur og með eigin kennitölu,“ segir í tilkynningunni. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Erna Guðrún Franklín, f. 1941, fyrrverandi fjármálastjóri. Börn þeirra eru Arna Katrín, Stefán Þór, Anna Guðrún og Brynja Dögg Steinsen. Barnabörnin eru fimmtán talsins og barnabarnabörnin fimm.
Andlát KR Reykjavík Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Sjá meira