Braut reglurnar með því að vera í Jordan skóm: Geri bara það sem mér sýnist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 12:30 Nick Kyrgios er afar duglegur að koma sér í vandræði. AP/Kirsty Wigglesworth Tenniskappinn Nick Kyrgios er oftar en ekki í fréttum vegna hegðunar sinnar en ekki vegna góðrar spilamennsku. Meira segja á dögum þar sem hann hegðar sér vel þá er hann líka með uppsteyt. Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022 Tennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira
Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022
Tennis Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sjá meira