Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en Sjúkratryggingar Íslands auglýsa fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins.
Ríkið leggur til að húsnæði undir starfsemina sem verður innréttað í samráði við verksala. Miðað er við að verksali leggi til húsbúnað og lækningatæki en gengið er út frá samningi til fimm ára.
Heilsugæslustöðin verður fyrsta sjálfstætt starfandi stöðin utan höfuðborgarsvæðisins og er fjármögnun samkvæmt fjármögnunarlíkani fyrir heilsugæslu á landsbyggðinni.
Á ætlað er að ný heilsugæslustöð geti þjónað allt að ellefu þúsund íbúum svæðisins.