Gera allt til að vinna úr aðstæðunum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. júlí 2022 17:44 Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. Vísir/Egill Það hefur verið mikil áskorun fyrir Icelandair að halda uppi ásættanlegri flugáætlun innanlands samkvæmt Boga Nils Bogasyni, forstjóra flugfélagsins. Verið sé að gera allt sem hægt er að til að vinna úr aðstæðunum. Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundraða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Í færslu sem Bogi birti í Facebook-hópnum „Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun“ í dag segir að Icelandair sé að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem flugfélagið stendur frammi fyrir þessa dagana. Í gær bárust fregnir af því að tvær af vélum þeirra sem notaðar eru í innihaldsflug væru bilaðar og tafir á brottför eru orðnar ansi algengar. „Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu,“ segir Bogi. Facebook-hópurinn Dýrt innanlandsflug. Þín upplifun inniheldur tæplega átta þúsund meðlimi. Þar er bæði rætt um hátt verð og almennt um innanlandsflugin. Sögum af seinkunum á innanlandsflugi hefur fjölgað upp á síðkastið. Bogi segir að starfsfólk Icelandair fylgist vel með þeirri umræðu sem á sér stað í hópnum. „Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri.“ Hér fyrir neðan má lesa færslu Boga í heild sinni. Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Sæl öll Fyrir hönd okkar hjá Icelandair langar mig að fullvissa ykkur um að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna úr þeim aðstæðum sem við stöndum frammi fyrir þessa dagana. Að stuðla að góðum flugsamgöngum innanlands og veita góða þjónustu skiptir okkur miklu máli. Undanfarið höfum við staðið frammi fyrir miklum áskorunum við að halda uppi ásættanlegri flugáætlun hér innanlands. Í upphafi árs hafði veðrið talsverð áhrif. Undanfarið hafa tafir á afhendingu flugvéla úr viðhaldsskoðunum vegna aðstæðna í heiminum eftir faraldurinn sem og óvænt tæknileg vandamál vegið þyngst. Þetta hefur minnkað sveigjanleikann í flotanum hjá okkur á sama tíma og eftirspurn hefur aukist hratt í innanlandsfluginu. Mig langar að láta ykkur vita að umræðan hér fer ekki fram hjá okkur og fullvissa ykkur um að okkar fólk vinnur hörðum höndum á öllum vígstöðum við að leysa úr stöðunni. Það lítur út fyrir áframhaldandi áskoranir en það er ávallt í forgangi hjá okkur að koma öllum farþegum á sinn áfangastað. Við skiljum ykkar aðstæður og vinnum að því að gera þjónustu í innanlandsflugi betri. Kveðja, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair
Fréttir af flugi Icelandair Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldi aftur hafnað í hundraða milljóna bankamáli Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira