„Eitt ríki, tvö kerfi“ verður stefna Kína í málefnum Hong Kong um ókomna tíð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 07:45 Jinping sagði „eitt ríki, tvö kerfi“ verða stefnu stjórnvalda gagnvart Hong Kong um ókomna tíð. AP/Selim Chtayti Stefna Kína um „eitt ríki, tvö kerfi“ hefur reynst vel og verður áfram viðhöfð. Þetta segir Xi Jinping, forseti Kína, en Kínverjar fagna því nú að 25 ár eru liðin frá því að Bretar létu borgina af hendi. Mikil öryggisgæsla er í Hong Kong, þar sem Xi er staddur í heimsókn. Forsetinn lagði mikið upp úr því í ræðu sinni til að marka tímamótin að verja stefnu kínverskra stjórnvalda hvað varðar Hong Kong, sem hefur sætt mikilli gagnrýni. „Eitt ríki, tvö kerfi“ stefnan gengur út á að Hong Kong tilheyri Kína og sé hluti af Kína en sé á sama tíma sjálfráð um ýmis málefni og að íbúar borgarinnar njóti ýmissa réttinda sem aðrir íbúar Kína njóta ekki, til að mynda tjáningarfrelsis og frelsis til að mótmæla. Fyrirkomulagið má rekja til samkomulags milli Breta og Kínverja og er fest í lög í Hong Kong. Samkomulagið gildir hins vegar aðeins til 2047, sem er nokkuð sem margir íbúar Hong Kong hafa nokkrar áhyggjur af. Xi sagði hins vegar í morgun að „eitt ríki, tvö kerfi“ þyrfti að verða hin opinbera stefna um ókomna tíð. Hann sagði kerfið hafa tryggt íbúum Hong Kong stöðugleika og öryggi í 25 ár, auk þess að vernda grundvallarhagsmuni Kína. Ekki eru allir á sama máli og Xi en aukin afskipti kínverskra stjórnvalda, meðal annars aðgerðir gegn tjáningarfrelsinu, hafa vakið hörð viðbrögð og mótmæli meðal íbúa Hong Kong og vestrænna ríkja. Bretar hafa gengið svo langt að saka Kínverja um að hafa brotið gegn samkomulaginu. Kína Hong Kong Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Mikil öryggisgæsla er í Hong Kong, þar sem Xi er staddur í heimsókn. Forsetinn lagði mikið upp úr því í ræðu sinni til að marka tímamótin að verja stefnu kínverskra stjórnvalda hvað varðar Hong Kong, sem hefur sætt mikilli gagnrýni. „Eitt ríki, tvö kerfi“ stefnan gengur út á að Hong Kong tilheyri Kína og sé hluti af Kína en sé á sama tíma sjálfráð um ýmis málefni og að íbúar borgarinnar njóti ýmissa réttinda sem aðrir íbúar Kína njóta ekki, til að mynda tjáningarfrelsis og frelsis til að mótmæla. Fyrirkomulagið má rekja til samkomulags milli Breta og Kínverja og er fest í lög í Hong Kong. Samkomulagið gildir hins vegar aðeins til 2047, sem er nokkuð sem margir íbúar Hong Kong hafa nokkrar áhyggjur af. Xi sagði hins vegar í morgun að „eitt ríki, tvö kerfi“ þyrfti að verða hin opinbera stefna um ókomna tíð. Hann sagði kerfið hafa tryggt íbúum Hong Kong stöðugleika og öryggi í 25 ár, auk þess að vernda grundvallarhagsmuni Kína. Ekki eru allir á sama máli og Xi en aukin afskipti kínverskra stjórnvalda, meðal annars aðgerðir gegn tjáningarfrelsinu, hafa vakið hörð viðbrögð og mótmæli meðal íbúa Hong Kong og vestrænna ríkja. Bretar hafa gengið svo langt að saka Kínverja um að hafa brotið gegn samkomulaginu.
Kína Hong Kong Mannréttindi Tjáningarfrelsi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira