Fjölskyldan fékk viðbjóðsleg skilaboð eftir slaka frammistöðu gegn Man City Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júní 2022 22:00 Úr leik Arsenal og Man City í deildarbikarnum veturinn 2020. Manchester City/Getty Images Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson hefur opinberað að barnsmóðir hans og foreldrar hafi fengið ógeðfelld skilaboð á samfélagsmiðlum eftir slaka frammistöðu hans er Arsenal tapaði gegn Manchester City undir lok árs 2020. Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Rúnar Alex mætti í hlaðvarpsþáttinn Chess After Dark og fór yfir víðan völl. Þar á meðal var komið inn á frammistöðu hans í 4-1 tapi Arsenal gegn Man City í deildarbikarnum þann 22. desember 2020. Hann hafði farið ágætlega af stað með Arsenal eftir að hafa verið keyptur sumarið áður. Rúnar Alex hafði spilað fjóra leiki í Evrópudeildinni og haldið hreinu tvívegis áður en kom að téðum leik gegn Man City. Hann átti ekki sinn besta leik og viðurkennir það í hlaðvarpinu. Það sem gerðist eftir leik átti hann þó erfiðara með að skilja. Hann sjálfur hafði lokað fyrir athugasemdir á Instagram-síðu sinni og eytt Twitter-aðgangi sínum er hann skrifaði undir hjá Arsenal. Almennt var talið að Rúnar Alex hefði eytt Twitter-aðgangi sínum eftir leik en það virðist hafa verið einn stór misskilningur. Er bandbrjálað stuðningsfólk Arsenal leitaði því að Rúnari Alex á samfélagsmiðlum þá annað hvort fannst hann ekki eða það gat ekki haft samband við hann. Því fengu hans nánustu að finna fyrir því. „Það er alveg hræðilegt að vita það að mamma og pabbi séu að fá einhver skilaboð og barnsmóðir mín, versta sem ég veit. Ég skil ekki að af því einhver gæi í einhverju öðru landi eigi lélegan leik þá þurfir þú að senda að þú vonir að börnin hans fái krabbamein,“ sagði Rúnar Alex um það sem gerðist eftir leik. Í kjölfarið á leiknum gegn Man City var Rúnar Alex settur út í kuldann og svo lánaður frá félaginu fyrir síðustu leiktíð. Hann stóð sig með prýði hjá OH Leuven í Belgíu en er nú kominn aftur til Arsenal og er sem stendur á mála hjá félaginu. Hann gæti farið á lán fyrir komandi tímabil en Rúnar Alex kemur einnig inn á það í hlaðvarpinu að hann vilji spila sem flesta leiki, bæði sé hann sú týpa af leikmanni og þá vilji hann eiga sem besta möguleika á að halda landsliðssætinu. Hinn 27 ára gamli Rúnar Alex á að baki 17 A-landsleiki og er samningsbundinn Arsenal til sumarsins 2024.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25 Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Sjá meira
Rúnar Alex: Finnst umræðan hafa verið ósanngjörn Rúnar Alex Rúnarsson varði tvisvar sinnum afar vel og stóð sig heilt yfir vel þegar Íslands gerði 2-2 jafntefli í leik sínum við Ísrael í B-deild Þjóðadeildarinnar í Haifa í kvöld. 2. júní 2022 21:25
Rúnar Alex sagður vilja komast burt frá Arsenal Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Arsenal og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, er sagður vilja komast burt frá félagsliði sínu. 24. ágúst 2021 18:00