„Við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2022 13:00 Gunnlaugur Sigurjónsson er stjórnarformaður Læknavaktarinnar. Ákvörðun um að færa faglega símaþjónustu læknavaktarinnar til heilsugæslunnar eru kaldar kveðjur til starfsfólks að mati Gunnlaugs Sigurjónssonar stjórnarformanns Læknavaktarinnar sem óttast að stór mistök séu í uppsiglingu. Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00
Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00