Aðdáendur kvikmyndarinnar Hocus Pocus geta nú glaðst en framhaldsmynd sem ber heitið Hocus Pocus 2 mun lenda á streymisveitunni Disney+ nú 30. september.
Í fyrri myndinni frá 1993 vekur forvitinn unglingur Sanderson nornirnar þrjár til lífsins á hrekkjavöku og þarf að eiga við afleiðingar þess. Systurnar léku Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy en þær hafa tekið við þessum hlutverkum á ný.