Richarlison að ganga í raðir Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. júní 2022 15:01 Richarlison í baráttu við Christian Romero í vor. Þeir verða að öllum líkindum liðsfélagar á næsta tímabili. Tony McArdle/Everton FC via Getty Images Brasilíski framherjinn Richarlison er við það að ganga í raðir Tottenham Hotspur frá Everton, en félögin tvö hafa náð samkomulagi um kaupverð á leikmanninum. Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk. Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Samkvæmt heimildum Sky Sports greiðir Tottenham allt að 60 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru um tíu milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Þá segja þessir sömu heimildarmenn að forráðamenn Everton hafi ekki verið mjög ánægði með verðið sem þeir fá fyrir framherjann. Vegna fjárhagsstöðu Everton hafi þeir þó þurft að taka tilboðinu til að standast reglur ensku úrvalsdeildarinnar um ágóða og sjálfbærni. Félagsskiptasérfærðingurinn Fabrizio Romano hefur einnig sagt frá félagsskiptunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann lætur orðin „here we go“ fylgja með, en það þýðir yfirleitt að hann hafi fengið fréttirnar staðfestar. Tottenham have signed Richarlison on a permanent deal, here we go! First part of paperworks now signed with Everton, after full agreement on personal terms. 🚨⚪️🇧🇷 #THFCFee will be £50m guaranteed plus add-ons. Richarlison, on his way for medical tests in Brasil. Done deal. pic.twitter.com/r5zFOJPK1f— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 30, 2022 Richarlison mun ganga í gegnum læknisskoðun í heimalandi sínu, Brasilíu, á næstu dögum áður en félagsskiptin til Tottenham ganga endanlega í gegn. Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Antonio Conte fær til liðsins í sumar, en áður höfðu markvörðurinn Fraser Forster, miðjumaðurinn Yves Bissouma og kantmaðurinn Ivan Perisic skrifað undir samninga við liðið. Richarlison var markahæsti leikmaður Everton á seinustu leiktíð með tíu mörk í 30 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 43 mörk í 135 leikjum fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og þá á hann að baki 36 leiki fyrir brasilíska landsliðið þar sem hann hefur skorað 14 mörk.
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira