Ted Cruz brjálaður út í brúðurnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júní 2022 10:04 Ted Cruz er ekki sáttur við að Sesamstræti fjalli um bólusetningar. Samsett mynd Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz er ekki par sáttur við brúðuna Elmo eftir að sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi af Elmo þar sem hann segist hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Þingmaðurinn segir Elmo ekki hafa neina vísindalega þekkingu sem styðji bólusetningar barna undir fimm ára aldri. Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021 Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi á Twitter á þriðjudag sem sýnir brúðuna Elmo spjalla við föður sinn eftir að hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Í myndbandinu segist Elmo hafa fundið fyrir smá klípu en að það hafi verið allt í lagi. Þá segir Louie, pabbi Elmo, í myndbandinu að hann hafi lært að besta leiðin til að halda Elmo, vinum þeirra, nágrönnum og öllum öðrum heilbrigðum og gera þeim kleift að njóta hlutanna sem þau elska væri að Elmo fengi bólusetningu við Covid-19. Segir brúðurnar bera út áróður Í kjölfarið deildi Cruz færslu Sesamstrætis á Twitter og þakkaði þættinum fyrir að sýna foreldra sem spyrja spurninga um bólusetningar. Þá sagði hann Elmo mæla harkalega fyrir bólusetningum barna undir 5 ára aldri í myndbandinu án nokkurra vísindalegra gagna. Thanks, @sesamestreet for saying parents are allowed to have questions!You then have @elmo aggressively advocate for vaccinating children UNDER 5. But you cite ZERO scientific evidence for this. Learn more:https://t.co/Ss20TmFTSB https://t.co/tr67QyfRyC— Ted Cruz (@tedcruz) June 28, 2022 Það eru minna en tvær vikur síðan CDC og FDA gáfu leyfi fyrir því að um 20 milljón bandarískra barna undir fimm ára aldri mættu fá bólusetningu við Covid-19. Fyrirtækið sem stendur á bak við Sesamstræti greindu frá því að þau hefðu unnið að myndbandinu í samstarfi við CDC og samtök bandarískra barnalækna en þau hafa gert nokkur sambærileg myndbönd um Covid-19. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cruz á í deilum við brúður Sesamstrætis. Eftir að brúðan Stóri fugl greindi frá því að hann hefði verið bólusettur við Covid-19 í færslu á Twitter í nóvember á síðasta ári. Ted Cruz kallaði færsluna ríkisáróður fyrir fimm ára. Government propaganda for your 5 year old! https://t.co/lKUlomnpq1— Ted Cruz (@tedcruz) November 6, 2021
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira