Stefnir í hitafund í Eyjum: „Átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júní 2022 14:52 Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson með bikarinn eftir að ÍBV varð bikarmeistari í handbolta 2020. Vísir/Daníel Það stefnir í mikinn hitafund í Vestmannaeyjum í kvöld þegar aðalfundur ÍBV Íþróttafélags fer fram. Fyrr í dag sagði handknattleiksráð félagsins af sér vegna mikillar óánægju með skiptingu fjár á milli handboltans og fótboltans hjá félaginu. Grétar Þór Eyþórsson, nú fyrrverandi formaður handknattleiksráðsins, segir í samtali við Vísi að í raun sé málið einfalt. Hingað til hafi stefnan verið sú að handknattleiks- og knattspyrnudeildir ÍBV fái jafnmikið í sinn hlut frá aðalstjórn og bakhjörlum ÍBV. Því hafi verið breytt í vetur og svo virðist sem sú breyting sé til frambúðar, þannig að handknattleiksdeildin missi af tugum milljóna króna til knattspyrnudeildarinnar. Þannig segir Grétar að aðalstjórn ÍBV hafi í mars ákveðið að veita knattspyrnudeildinni á fimmta tug milljóna í styrk en handknattleiksdeildinni 23 milljónir. Sams konar skipting, eða 65/35, hafi verið innleidd í samninga við helstu bakhjarla ÍBV svo að aðeins þriðjungur af þeim styrkjum færi til handknattleiksdeildarinnar. Harma að málið hafi ratað í fjölmiðla Þór Vilhjálmsson, formaður aðalstjórnar ÍBV, vildi ekki ræða málið við Vísi. Í yfirlýsingu sem aðalstjórn ÍBV sendi á fjölmiðla í dag segir að aðalstjórn hafi unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og muni á aðalfundinum í kvöld leggja fram tillögu um skipun nefndar til að leysa úr þeim ágreiningi sem sé til staðar. Yfirlýsing aðalstjórnar ÍBV Líkt og yfirlýsing fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV sýnir ríkir ósætti hjá handknattleikráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Aðalstjórn hefur unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og mun á aðalfundi sem fram fer í kvöld, 29.6.2022, leggja fram tillögu til fundarins um skipun nefndar til úrlausnar þess ágreinings sem er til staðar. Aðalstjórn hefur í góðri trú unnið með og rætt við deildir ÍBV íþróttafélags um þessi mál og harmar því þessa yfirlýsingu handknattleiksráðs. Aðalstjórn hvetur félagsmenn ÍBV íþróttafélags að mæta á aðalfund í kvöld sem fram fer í Týsheimilinu kl.: 20:00. Þá harmar aðalstjórn einnig að þessi mál hafi ratað í fjölmiðla og lýsir yfir eindregnum vilja til að leysa málin innan félagsins. Virðingarfyllst Aðalstjórn ÍBV Grétar segir hins vegar alveg ljóst að búið sé að marka þá stefnu að fótboltinn fái meira en handboltinn í Eyjum og því hafi handknattleiksráðið ekki séð annað í stöðunni en að segja af sér. „Mér finnst einfaldast að útskýra þetta þannig að ef að tveir menn eru að vinna sömu vinnuna, og annar á eitt barn, á hann þá að fá meira borgað en hinn? Nei. Hann þarf bara annað hvort að hugsa betur um peningana sína eða fá sér aukavinnu,“ segir Grétar. ÍBV teflir fram liðum í efstu deildum karla og kvenna í bæði handbolta og fótbolta.vísir/hulda margrét „Við ætlum ekki að skipta vinnunni jafnt á milli handbolta og fótbolta en skipta tekjunum ójafnt. Ég held að enginn sætti sig við slíkt,“ segir Grétar sem ætlar að vera á meðal fundargesta í kvöld. Hann býst ekki við því að horfið verði til þess að skiptingin verði jöfn á milli deildanna: „Alls ekki þannig að við séum á móti fótboltanum á neinn hátt“ „Nei. Við erum búin að funda það oft um þetta með aðalstjórn og höfum alltaf fengið sama viðmótið. Í greinargerð sem framkvæmdastjóri félagsins [Haraldur Pálsson] gerði er einungis talað um hve slæmt fótboltinn hafi það en aldrei tekinn upp hanskinn fyrir handboltann. Það var því alveg ljóst frá upphafi að þessi greinargerð frá framkvæmdastjóranum væri leiðandi í það að skiptingin yrði 65/35. Við erum búin að koma með okkar tillögur en þeim hefur alltaf verið neitað. Við sáum í raun ekki annað í stöðunni en að segja af okkur öll, og vorum öll samstíga í því. Það var virkilega erfið ákvörðun þar sem við erum öll miklir félagsmenn og höfum leikið fyrir félagið. Þetta er ekki eitthvað sem manni dettur í hug að gera upp úr þurru. Og það er alls ekki þannig að við séum á móti fótboltanum á neinn hátt, enda er það aðalstjórn sem fer með þetta mál,“ segir Grétar. Samningur við Erling í lausu lofti? Grétar er fyrrverandi leikmaður ÍBV en þegar ferlinum lauk tók hann við sem formaður handknattleiksráðs og hefur gegnt því starfi í rúmt ár. Ljóst er að handknattleiksstarfið í Eyjum er í lausu lofti eftir tíðindi dagsins: „Við áttum eftir að klára ýmsa pósta. Það á eftir að klára samning við Erling Richardsson [þjálfara karlaliðsins] og ég veit ekkert hvort það er í uppnámi. Okkur vantar líka markmann í kvennaliðið og varamarkmann í karlaliðið, svo dæmi séu tekin,“ segir Grétar sem segir að þó að allir í handknattleiksráði hafi verið sammála um að stíga frá borði sé það ekki auðveld ákvörðun: „Þetta var þungbær ákvörðun en óumflýjanleg í ljósi aðstæðna. Ef að við myndum lúffa fyrir þessu þá veit ég alveg hvað myndi gerast eftir tvö ár. Þá yrði skiptingin enn verri. Maður hefur átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu enda hefur maður unnið og starfað í handboltanum alla tíð.“ „Munum ekki starfa fyrir félagið nema á jafnréttisgrundvelli“ Í kjölfar viðtals Vísis við Grétar sendi hann eftirfarandi yfirlýsingu fyrir hönd fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV, þar sem aðalstjórn er hvött til að breyta ákvörðun sinni um skiptingu fjár: Yfirlýsing fyrrverandi handknattleiksráðs ÍBV Aðalstjórn ÍBV ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst enga skoðun og vissi ekki af gildandi reglum í félaginu á sama tíma. Þá hefur þetta mál ekki verið til skoðunar innan félagsins s.s af fulltrúaráði eða hinum almenna félagsmanni sem er rétti vettvangurinn. Þá ætlar aðalstjórn að leggja fram tillögu að nefnd til úrlausnar þessa ágreinings á aðalfundi. Handknattleiksráð hefur ekki lagst gegn skipan nefndar um hvaða málefni sem en krefst þess að aðallstjórn dragi til baka þessa ákvörðun áður en nefndir eru skipaðar enda augljóslega um ólögmæta og rangláta ákvörðun að ræða. Aðalstjórn hefur ítrekað hafnað þessari beiðni handknattleiksráðs og hyggst nú reyna að troða sínu ranglæti í gegn á aðalfundi félagsins í skjóli þess að fá meirihluta þar. Það sem liggur hins vegar skýrt fyrir og þarf enga nefnd þar til er að við í fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags munum ekki starfa fyrir félagið nema á jafnréttisgrundvelli. Okkar skilaboð til aðalstjórnar eru þau sömu og hafa verið. Dragið ákvörðunina til baka og síðan skulum við setjast niður. F.h. fyrrum handknattleiksráðs ÍBV Íþróttafélags Grétar Þór Eyþórsson, fyrrum formaður Handbolti Olís-deild karla ÍBV Olís-deild kvenna Vestmannaeyjar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Grétar Þór Eyþórsson, nú fyrrverandi formaður handknattleiksráðsins, segir í samtali við Vísi að í raun sé málið einfalt. Hingað til hafi stefnan verið sú að handknattleiks- og knattspyrnudeildir ÍBV fái jafnmikið í sinn hlut frá aðalstjórn og bakhjörlum ÍBV. Því hafi verið breytt í vetur og svo virðist sem sú breyting sé til frambúðar, þannig að handknattleiksdeildin missi af tugum milljóna króna til knattspyrnudeildarinnar. Þannig segir Grétar að aðalstjórn ÍBV hafi í mars ákveðið að veita knattspyrnudeildinni á fimmta tug milljóna í styrk en handknattleiksdeildinni 23 milljónir. Sams konar skipting, eða 65/35, hafi verið innleidd í samninga við helstu bakhjarla ÍBV svo að aðeins þriðjungur af þeim styrkjum færi til handknattleiksdeildarinnar. Harma að málið hafi ratað í fjölmiðla Þór Vilhjálmsson, formaður aðalstjórnar ÍBV, vildi ekki ræða málið við Vísi. Í yfirlýsingu sem aðalstjórn ÍBV sendi á fjölmiðla í dag segir að aðalstjórn hafi unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og muni á aðalfundinum í kvöld leggja fram tillögu um skipun nefndar til að leysa úr þeim ágreiningi sem sé til staðar. Yfirlýsing aðalstjórnar ÍBV Líkt og yfirlýsing fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV sýnir ríkir ósætti hjá handknattleikráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Aðalstjórn hefur unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og mun á aðalfundi sem fram fer í kvöld, 29.6.2022, leggja fram tillögu til fundarins um skipun nefndar til úrlausnar þess ágreinings sem er til staðar. Aðalstjórn hefur í góðri trú unnið með og rætt við deildir ÍBV íþróttafélags um þessi mál og harmar því þessa yfirlýsingu handknattleiksráðs. Aðalstjórn hvetur félagsmenn ÍBV íþróttafélags að mæta á aðalfund í kvöld sem fram fer í Týsheimilinu kl.: 20:00. Þá harmar aðalstjórn einnig að þessi mál hafi ratað í fjölmiðla og lýsir yfir eindregnum vilja til að leysa málin innan félagsins. Virðingarfyllst Aðalstjórn ÍBV Grétar segir hins vegar alveg ljóst að búið sé að marka þá stefnu að fótboltinn fái meira en handboltinn í Eyjum og því hafi handknattleiksráðið ekki séð annað í stöðunni en að segja af sér. „Mér finnst einfaldast að útskýra þetta þannig að ef að tveir menn eru að vinna sömu vinnuna, og annar á eitt barn, á hann þá að fá meira borgað en hinn? Nei. Hann þarf bara annað hvort að hugsa betur um peningana sína eða fá sér aukavinnu,“ segir Grétar. ÍBV teflir fram liðum í efstu deildum karla og kvenna í bæði handbolta og fótbolta.vísir/hulda margrét „Við ætlum ekki að skipta vinnunni jafnt á milli handbolta og fótbolta en skipta tekjunum ójafnt. Ég held að enginn sætti sig við slíkt,“ segir Grétar sem ætlar að vera á meðal fundargesta í kvöld. Hann býst ekki við því að horfið verði til þess að skiptingin verði jöfn á milli deildanna: „Alls ekki þannig að við séum á móti fótboltanum á neinn hátt“ „Nei. Við erum búin að funda það oft um þetta með aðalstjórn og höfum alltaf fengið sama viðmótið. Í greinargerð sem framkvæmdastjóri félagsins [Haraldur Pálsson] gerði er einungis talað um hve slæmt fótboltinn hafi það en aldrei tekinn upp hanskinn fyrir handboltann. Það var því alveg ljóst frá upphafi að þessi greinargerð frá framkvæmdastjóranum væri leiðandi í það að skiptingin yrði 65/35. Við erum búin að koma með okkar tillögur en þeim hefur alltaf verið neitað. Við sáum í raun ekki annað í stöðunni en að segja af okkur öll, og vorum öll samstíga í því. Það var virkilega erfið ákvörðun þar sem við erum öll miklir félagsmenn og höfum leikið fyrir félagið. Þetta er ekki eitthvað sem manni dettur í hug að gera upp úr þurru. Og það er alls ekki þannig að við séum á móti fótboltanum á neinn hátt, enda er það aðalstjórn sem fer með þetta mál,“ segir Grétar. Samningur við Erling í lausu lofti? Grétar er fyrrverandi leikmaður ÍBV en þegar ferlinum lauk tók hann við sem formaður handknattleiksráðs og hefur gegnt því starfi í rúmt ár. Ljóst er að handknattleiksstarfið í Eyjum er í lausu lofti eftir tíðindi dagsins: „Við áttum eftir að klára ýmsa pósta. Það á eftir að klára samning við Erling Richardsson [þjálfara karlaliðsins] og ég veit ekkert hvort það er í uppnámi. Okkur vantar líka markmann í kvennaliðið og varamarkmann í karlaliðið, svo dæmi séu tekin,“ segir Grétar sem segir að þó að allir í handknattleiksráði hafi verið sammála um að stíga frá borði sé það ekki auðveld ákvörðun: „Þetta var þungbær ákvörðun en óumflýjanleg í ljósi aðstæðna. Ef að við myndum lúffa fyrir þessu þá veit ég alveg hvað myndi gerast eftir tvö ár. Þá yrði skiptingin enn verri. Maður hefur átt andvökunætur og oft verið nálægt tárum yfir þessu enda hefur maður unnið og starfað í handboltanum alla tíð.“ „Munum ekki starfa fyrir félagið nema á jafnréttisgrundvelli“ Í kjölfar viðtals Vísis við Grétar sendi hann eftirfarandi yfirlýsingu fyrir hönd fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV, þar sem aðalstjórn er hvött til að breyta ákvörðun sinni um skiptingu fjár: Yfirlýsing fyrrverandi handknattleiksráðs ÍBV Aðalstjórn ÍBV ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst enga skoðun og vissi ekki af gildandi reglum í félaginu á sama tíma. Þá hefur þetta mál ekki verið til skoðunar innan félagsins s.s af fulltrúaráði eða hinum almenna félagsmanni sem er rétti vettvangurinn. Þá ætlar aðalstjórn að leggja fram tillögu að nefnd til úrlausnar þessa ágreinings á aðalfundi. Handknattleiksráð hefur ekki lagst gegn skipan nefndar um hvaða málefni sem en krefst þess að aðallstjórn dragi til baka þessa ákvörðun áður en nefndir eru skipaðar enda augljóslega um ólögmæta og rangláta ákvörðun að ræða. Aðalstjórn hefur ítrekað hafnað þessari beiðni handknattleiksráðs og hyggst nú reyna að troða sínu ranglæti í gegn á aðalfundi félagsins í skjóli þess að fá meirihluta þar. Það sem liggur hins vegar skýrt fyrir og þarf enga nefnd þar til er að við í fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags munum ekki starfa fyrir félagið nema á jafnréttisgrundvelli. Okkar skilaboð til aðalstjórnar eru þau sömu og hafa verið. Dragið ákvörðunina til baka og síðan skulum við setjast niður. F.h. fyrrum handknattleiksráðs ÍBV Íþróttafélags Grétar Þór Eyþórsson, fyrrum formaður
Yfirlýsing aðalstjórnar ÍBV Líkt og yfirlýsing fráfarandi handknattleiksráðs ÍBV sýnir ríkir ósætti hjá handknattleikráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Aðalstjórn hefur unnið að tillögum um breytingar sem snúa að þessum málum og mun á aðalfundi sem fram fer í kvöld, 29.6.2022, leggja fram tillögu til fundarins um skipun nefndar til úrlausnar þess ágreinings sem er til staðar. Aðalstjórn hefur í góðri trú unnið með og rætt við deildir ÍBV íþróttafélags um þessi mál og harmar því þessa yfirlýsingu handknattleiksráðs. Aðalstjórn hvetur félagsmenn ÍBV íþróttafélags að mæta á aðalfund í kvöld sem fram fer í Týsheimilinu kl.: 20:00. Þá harmar aðalstjórn einnig að þessi mál hafi ratað í fjölmiðla og lýsir yfir eindregnum vilja til að leysa málin innan félagsins. Virðingarfyllst Aðalstjórn ÍBV
Yfirlýsing fyrrverandi handknattleiksráðs ÍBV Aðalstjórn ÍBV ÍÞróttafélags sendi frá sér yfirlýsingu um að ósætti ríki hjá handknattleiksráði félagsins um tiltekin mál sem hafa verið til skoðunar til fjölda ára. Hið rétta er að aðalstjórn tók þessa ákvörðun 15. mars sl. á grundvelli greinargerðar framkvæmdastjóra sem hefur verið hrakin að öllu leyti og stóðst enga skoðun og vissi ekki af gildandi reglum í félaginu á sama tíma. Þá hefur þetta mál ekki verið til skoðunar innan félagsins s.s af fulltrúaráði eða hinum almenna félagsmanni sem er rétti vettvangurinn. Þá ætlar aðalstjórn að leggja fram tillögu að nefnd til úrlausnar þessa ágreinings á aðalfundi. Handknattleiksráð hefur ekki lagst gegn skipan nefndar um hvaða málefni sem en krefst þess að aðallstjórn dragi til baka þessa ákvörðun áður en nefndir eru skipaðar enda augljóslega um ólögmæta og rangláta ákvörðun að ræða. Aðalstjórn hefur ítrekað hafnað þessari beiðni handknattleiksráðs og hyggst nú reyna að troða sínu ranglæti í gegn á aðalfundi félagsins í skjóli þess að fá meirihluta þar. Það sem liggur hins vegar skýrt fyrir og þarf enga nefnd þar til er að við í fyrrum handknattleiksráði ÍBV Íþróttafélags munum ekki starfa fyrir félagið nema á jafnréttisgrundvelli. Okkar skilaboð til aðalstjórnar eru þau sömu og hafa verið. Dragið ákvörðunina til baka og síðan skulum við setjast niður. F.h. fyrrum handknattleiksráðs ÍBV Íþróttafélags Grétar Þór Eyþórsson, fyrrum formaður
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Olís-deild kvenna Vestmannaeyjar Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti