Nei eða já: Jokic vinnur ekki titil með Nuggets og Clippers betri á pappír en Warriors Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2022 23:30 Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru um víðan völl í hinum vinsæla dagskrárlið Nei eða já. Stöð 2 Sport Hinn stórskemmtilegi liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í seinasta þætti að Lögmál leiksins þar sem stjórnandi þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, fékk sérfæðinga í setti til að svara laufléttum nei eða já spurningum um NBA-deildina í körfubolta. Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira