Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2022 12:35 Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Arnar Halldórsson Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku: Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku:
Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent