Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2022 12:35 Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Arnar Halldórsson Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku: Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku:
Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13