Segja óboðlegt fyrir Norður- og Austurland ef strandveiðar stöðvast í næsta mánuði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2022 12:35 Strandveiðisjómaður á bryggjunni á Bakkafirði. Arnar Halldórsson Formenn þriggja samtaka smábátaeigenda á svæðum norðanlands og austan skora á Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að tryggja strandveiðar til ágústloka þannig að jafnræðis sé gætt milli landshluta. Núna sé ljóst að ætlaðar veiðiheimildir muni ekki duga til að tryggja strandveiðisjómönnum 48 veiðidaga í fulla fjóra mánuði, 12 daga í hverjum, eins og þeir segja að markmiðið hafi verið með síðustu breytingum á veiðikerfinu. Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku: Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Samkvæmt nýjustu tölum Fiskistofu í morgun er búið að veiða 65,4 prósent strandveiðikvótans í þorski en 68,8 prósent heildarpotts allra fisktegunda. „Að óbreyttu munu veiðar stöðvast um 20. júlí,“ segir í bréfi til ráðherrans, sem þeir Halldór Stefánsson, formaður Fonts á Þórshöfn, Guðlaugur Birgisson á Djúpavogi, formaður Félags smábátaeigenda á Austurlandi, og Andri Viðar Víglundsson, formaður Kletts á Ólafsfirði, rita undir og taka þeir fram að það sé með stuðningi allra svæðisfélaga Landssambands smábátaeigenda. Frá Þórshöfn á Langanesi. Smábátur siglir inn.Vilhelm Gunnarsson Í bréfinu segja þeir veiðikerfi takmarkað með 11.100 tonnum, í þorski, ufsa og karfa, ekkert eiga skylt við það 48 daga kerfi sem lagt var upp með þegar Alþingi í apríl 2018 samþykkti breytingar á kerfinu. „Þar sem fiskgengd á veiðisvæðunum fjórum er mjög misjöfn á tímabilinu maí til ágúst bitnar aðferðarfræðin harðast á svæði C,“ segja bréfritarar en það svæði nær yfir Norðausturland og Austfirði. „Þar er hálfgerð ördeyða í maí og júní, en í júlí og ágúst er genginn fiskur á miðin úti fyrir NA- og Austurlandi. Róðrar á fyrri hluta tímabilsins gefa því lítið í aðra hönd,“ og segja þessar aðstæður óboðlegar með öllu. Smábátar í höfninni á Djúpavogi.Vilhelm Gunnarsson „Til að gæta jafnræðis milli veiðisvæða verður að tryggja strandveiðar í 48 daga út allt tímabilið. Á öllum svæðunum eru brothættar byggðir. Þær eiga það sameiginlegt að vera háðar strandveiðum, treysta á þær og mega ekki við skerðingu á sókn rúmlega 650 báta sem veiðarnar stunda. Meðan strandveiðar eru ekki tryggðar í 48 daga sjá menn sig í auknum mæli knúna til þess að færa báta sína frá sinni heimabyggð yfir á svæði A til þess að hafa í sig og á,“ segir ennfremur í bréfinu en svæði A nær yfir Breiðafjörð og Vestfirði, frá sunnanverðu Snæfellsnesi og að Strandabyggð. Stykkishólmur er á svæði A, vinsælasta svæði strandveiðisjómanna.KMU Samkvæmt nýjasta yfirliti Fiskistofu í morgun eru 698 bátar komnir með strandveiðileyfi þetta sumarið, þar af eru 672 búnir að landa afla. Nærri helmingur bátanna, eða um 48 prósent, er skráður á svæði A. Hlutdeild svæðis A í heildarafla til þessa er þó mun hærri, eða 56 prósent. Veiðin á svæði A er komin upp í 4.144 tonn af 7.422 tonna heildarafla strandveiðibáta yfir landið. Formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Bogason, ræddi málið í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku:
Sjávarútvegur Byggðamál Tengdar fréttir „Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40 Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„Ég bara hika ekkert við að heimta meiri kvóta“ Strandveiðiflotinn mokveiðir nú sem aldrei fyrr og stefnir í að heildarpotturinn klárist fyrir lok næsta mánaðar. Formaður smábátaeigenda krefst þess að fá meiri kvóta til að koma í veg fyrir að veiðarnar stöðvist. 20. júní 2022 22:40
Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. 26. apríl 2022 11:13