Í tilefni fratfréttar helgarblaðs Fréttablaðsins um ársreikninga sveitarfélaga 2021 Tómas Ellert Tómasson skrifar 27. júní 2022 08:30 Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Árborg Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við lestur helgarblaðs Fréttablaðsins rak mig í rogastans við að rekast á fratfrétt um ársreikninga sveitarfélaga 2021 með fyrirsögninni „Tap Árborgar það mesta á hvern íbúa“. Blaðamaðurinn sem ritaði greinina ætlaði sér líklegast að fá flest „klikk“ allra á fréttastofunni um helgina en klikkaði á því í fréttaflutningi sínum að fylgja nokkrum grundvallaratriðum vandaðrar fréttamennsku og upplýsingagjafar til lesenda blaðsins. Vont var svo að sjá annan tveggja nýrra bæjarstjóra í Svf. Árborg kokgleypa gagnrýnislaust og samsinna framsetningu blaðamannsins á umfjöllunarefninu. Klikkin tvö Þau tvö klikk blaðamannsins sem hvað mest áberandi eru í fréttinni varða í fyrsta lagi þá íbúafjöldatölu sem notuð er sem deilitala í mælieiningunni „hagnaður/tap síðasta árs í þúsundum króna á hvern íbúa“ og í öðru lagi að ekki hafi verið minnst á í fréttinni hvernig að einskiptiskostnaður vegna breyttra reikniaðferða tryggingafræðinga á framtíðar-lífeyrisskuldbindingum hafði mismunandi áhrif á rekstrarniðurstöðu sveitarfélaga landsins. Í fyrra klikkinu notast blaðamaður við íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2020 sem deilitölu, sem er kolrangt. Rétt er að nota sem deilitölu, íbúafjölda sveitarfélaga í lok árs 2021. Í seinna klikkinu nefnir blaðamaður svo ekki og tekur ekki tillit til einskiptisaðgerðarinnar sem sveitarfélögin voru skylduð til að framkvæma vegna breytinga á forsendum regluverks varðandi útreikning á lífeyrisskuldbindingum. Forsendubreytingarnar tóku gildi þann 22. desember 2021, þegar að fjármála- og efnahagsráðherra staðfesti tillögur félags íslenskra tryggingafræðinga um breytingu á svonefndum eftirlifendatöflum sem þannig breyttust að framvegis munu töflurnar byggja á spám um þróun dánartíðni í stað raundánartíðni undanfarinna ára. Þessi aðferðarfræði felur í sér verulega breytingu og hefur í för með sér lækkun dánartíðni í öllum aldursflokkum. Áætluð áhrif af þessari breytingu voru metin sem hækkun á heildar lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaga um 5%. Áhrifin á rekstrarreikninga sveitarfélaganna í kjölfarið urðu í mörgum tilfellum vel sýnileg. Útgjaldaaukning vegna þessarar reiknuðu stærðar á rekstrarhlið ársreikninga sveitarfélaganna jukust um allt að 12%, sum staðar varð lítil sem engin breyting. Í tilfelli Svf. Árborgar hækkuðu útgjöldin óvænt um 5% og leiddi þessi einskiptisaðgerð til hækkunar lífeyrisskuldbindinga um 418 milljónir sem urðu þannig 583 milljónir króna í stað áætlunar upp á 165 milljónir króna. Höfðu verið 50 milljónir árið á undan. Niðurstaða ársreiknings var því sú að reiknað tap sveitarsjóðs með þessum forsendubreytingum (A-hluta) varð 2,1 milljarðar í stað 1,6 milljarða og tap samstæðunnar (A+B-hluta) varð 1,8 milljarðar í stað 1,3 milljarða. Íbúafjöldi Svf. Árborgar 1. janúar 2022 var 10.834 og ef ekki hefði komið til þessara forsendubreytinga að þá hefði tap A-hluta verið 149 þkr. per íbúa en ekki 205 þkr. á íbúa eins og segir í fratfréttinni. Slæmt tap, en rekstrartapið ber ekki höfuð og herðar yfir rekstrartap annarra sveitarfélaga eins og segir í fréttinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Svf. Árborg. Neðanmálsskýring: Hvað er lífeyrissskuldbinding? Lífeyrisskuldbinding myndast þegar sveitarfélag gerir samning við starfsmann um lífeyrisréttindi sem eru umfram þær greiðslur sem sveitarfélagið innir af hendi á hverjum tíma, sem sagt einhvern tímann í framtíðinni. Lífeyrisskuldbindingin breytist svo meðal annars: við að starfsmaður vinnur sér inn aukin réttindi; við að viðmiðunarlaun breytast umfram verðlagsbreytingar; eftir aldri starfsmanns; þegar greitt er af skuldbindingunni og þegar það verða breytingar á lífslíkum starfsmannsins samkvæmt útreikningum tryggingafræðinga auk eftirlifenda hans. Tengd skjöl Hækkun_lífeyrisskuldbindinga_2021PDF48KBSækja skjal
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun