Hvað eru mörg fífl í heiminum? Arna Pálsdóttir skrifar 27. júní 2022 07:01 „Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur.
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun