Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 14:23 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53