„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Snorri Másson skrifar 24. júní 2022 12:33 Sigursteinn Másson segir hvalveiðar Íslendinga í raun bara hvalveiðar eins manns, Kristjáns Loftssonar. Mynd af hval er úr safni, en tveir hafa þegar veiðst á þessari vertíð. samsett Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands. Hvalveiðar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands.
Hvalveiðar Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira